Mínar hugleiðingar um Giljaskóla

Ég er því miður ekki jafn jákvæð gagnvart Giljaskóla og aðrir sem hafa skrifað greinar hér á síðunni. Það er svo sem fínt að læra hérna og allt það. En félagslífið í þessum skóla er hörmulegt! Tjaa, jújú sumir í skólanum tala ALLTAF við mig eins og við séum þvílíkir vinir utan skólans en segja svo ekki orð við mig í skólanum. Mér er samt reyndar orðið sama um þetta. Mér finnst kennararnir vinna sína vinnu vel og þeir nota tímann vel.

Ég veit ekki hverning ég á að útskýra mínar hugleiðingar um skólann. Eina sem ég get sagt er að félagslífið er fábrotið hérna og ég veit um marga krakka sem hafa skipt um skóla vegna þess að þeir voru í sömu stöðu og ég . Hins vegar finnst mér mjög gott að læra í þessum skóla. Það er það sem er jákvætt við hann. Ýmislegt mætti gera til að bæta félagslífið. Það væri hægt að láta fólk tala meira saman og láta fólk kynnast betur með því að gera eitthvað skemmtilegt saman. Skólinn gæti byrjað kl. 08:15 í staðinn fyrir 8:00 því þá værum við svona eins og flestir skólar í Reykjavík. Það væri til dæmis hægt að kaupa nýjar klukkur eða hreinlega bara breyta þeim. Það væri líka mjög sniðugt að kaupa nýjar tölvur því þær eru ekkert góðar. Það er þó kannski ekki aðalatriðið því flestallir koma sjálfir með sína tölvu. Ég er ekki beint að dæma þennan skóla. Það versta er bara að krakkarnir skipta sér í marga hópa og þannig myndast klíkur.

Það væri hægt að fá skápa fyrir nemendur til að geyma dótið sitt sem það þarf ekki að nota og þá er óþarfi að fara með það heim. Þá væru skáparnir með lásum. Það væri líka hægt að fækka dögum sem við erum í skólanum í kannski 2 eða 3 daga í viku og í staðinn lengja hina dagana til kl. 17:00. Svo væri sniðugt ef nemendur fengju að vinna sjálfstætt þ.e.a.s. ráða hvernig þeir nota tímana sem þeir eru í og kalla þá bara á kennara ef þeir þurfa hjálp. Bókasafnið er góður staður. Þar er rólegt og fullt af bókum sem maður getur lesið og svo er andrúmsloftið mjög gott þar. Ég elska frjálslestur því mér finnst svo gaman að lesa þannig að það væri hægt að auka hann. Mér finnst sniðugt með þessa starfsfræðslu því þá er maður ekki bara að læra fyrir framtíðina heldur líka gera eitthvað sem skiptir máli núna. Maður grípur hana í sig með því að læra hvað maður á að gera í framtíðinni og það er mikilvægt. Svo eru það Dimmuborgir. Það er mjög sniðugt að hafa félagsmiðstöðina og geta verið þar þegar maður er í eyðu eða fríi því þá þarf maður ekki að fara heim. Svo er líka sniðugt að vera með borðtennis og pool því þá getur maður dundað sér eitthvað í stað þess að gera ekkert,ef maður er ekki í tima og kemst ekki heim. Svo er það tónlistin í matsalnum. Það er líka mjög sniðugt að hafa hana. Ég get ekki beint útskýrt af hverju en það er bara skemmtilegt. Heimilsfræði er mikilvæg því þar lærir maður að elda, baka og alveg helling fleira.

Þetta eru hugleiðingarnar mínar. Ég veit svo sem ekki hvað ég get sagt meira. Ég vona að það neikvæða sem ég talaði um muni eitthvað breytast.

Rebekka Jenný L Hansdóttir 10.BKÓ