Miklar breytingar

Ég er komin í 8. bekk og ég ætla að fjalla um það að fara upp á unglingastig og hvað það breytist mikið frá miðstigi. Mér finnst vera mikill munur á miðstigi og á unglingastigi. Ég ætla að segja frá og hvað mér finnst vera erfiðast í sambandi við það. En ég ætla líka að segja frá því hvað mér finnst skemmtilegt við það.

Mér fannst þetta mjög erfitt í byrjun þessarar annar. Á miðstigi er allt miklu einfaldara. Þá vorum við með gáma og skúffur til þess að geyma dótið okkar í og við vorum alltaf í sömu stofunni með okkar umsjónarkennara. Núna þurfum við alltaf að vera að skipta um stofur af því það er hver kennari með sína stofu eins og íslenska sem er í einni stofu og stærðfræði í annarri. Núna þurfum við að vera með bækurnar okkar í töskunum og þær verða stundum mjög þungar þegar það er mikil heimavinna. Þegar við þurfum ekki að gera neitt heima þá getum við geymt bækurnar í skápunum. Það var ekki svona mikil heimavinna á miðstigi og ekki svona stór verkefni. Maður hafði meiri frítíma. Núna hefur maður ekki jafn mikinn tíma fyrir það vegna þess það er meira heimanám og maður finnur líka fyrir meiri pressu þegar maður er komin á unglingastig. Svo eru líka valgreinar fyrir utan skóla. Þær taka tíma frá manni. Mér finnst það samt alveg ágætt og mér finnst líka fleiri möguleikar í boði varðandi það hvað hægt er að gera. Mér finnst bara gaman að vera komin á unglingastig. Það er miklu fjölbreyttara og við á unglingastiginu eyðum meiri tíma saman. Það er líka góður kostur að maður þarf ekki að fara út í frímínútur. Mér finnst líka mjög gaman að vera í Dimmuborgum. Ég held að það sé bara uppáhaldsstaðurinn minn í skólanum.

Það er meira heimanám og stærri verkefni og þetta er erfiðara. Og þótt að maður sé ekki með sama kennarann í öllu og þú þarft að taka meiri ábyrgð á hlutunum er þetta bara gaman.

 

Halla Rut Ákadóttir 8. H.J