Máttur jákvæðs hugarfars

Ég trúi því að jákvætt hugarfar er eitt það mikilvægasta sem námsmenn ættu að tileinka sér og að það gæti verið lykillinn að velgengni. Með jákvæðu hugarfari er auðveldara að takast á við erfið verkefni og stress.

Vísindamenn hafa lengi vitað að neikvæðar tilfinningar forrita heilann til að gera ákveðnar aðgerðir. Ef þú rekst á einhverja hættu segir heilinn þér að flýja. Þá skiptir allt annað í heiminum ekki máli. Þú beinir hugsunum þínum einungis að hættunni sem þú ert í. Það sama gerist þegar þú festist í neikvæðu hugarfari. Það eina sem þú getur hugsað um er hversu ömurlega þér mun ganga eða hversu léleg frammistaða þín mun vera.

Það er alls ekki auðvelt að vera alltaf jákvæður, en jafnvel bara pínu jákvæðni getur breytt miklu og hvatt þig. Þá gengur vinna betur og hraðar fyrir sig. Jákvætt hugarfar bætir líka líðan og rannsóknir benda til þess að það bæti heilsu. Ráð mín til að tileinka þér jákvætt hugarfar eru: Líttu á erfið verkefni sem áskorun en ekki ógnun, reyndu að finna eitthvað jákvætt í öllu sem þú gerir og reyndu að vera ekki í kringum neikvætt fólk, neikvæðni er smitandi.

Það er samt líka mikilvægt að vera raunsær og að ofmeta ekki eigin getu, því það gæti leitt til meiri kvíða og vanlíðan

Mér finnst mjög góð hugmynd að reyna að losna við neikvæðni í skólastofunni og að bæta andann. Skólinn var að setja í gang átak þar sem nemendur verða sendir í námsver, meðal annars, fyrir að vera neikvæðir. Ég hlakka til að sjá hvort að þetta muni breyta einhverju og hver viðbrögðin verða.

 

Ef þú ert neikvæð/ur beinist einbeiting þín að hversu illa þér mun ganga og að þér mun aldrei takast það sem þú vilt gera. En ef þú lítur á erfið verkefni sem áskorun ekki ógnun og reynir að finna eitthvað jákvætt í öllu getur þú einbeitt þér að fleiru og að því bæta þig og vinnu þínu. Það er ekki auðvelt að vera jákvæður en lítil skref geta breytt og bætt mikið.

 

Edda Guðný Örvarsdóttir 10. SÞ