Matsalurinn

Í þessari grein ætla ég að segja frá kostum og göllum í matsalnum í Giljaskóla.

Fyrst ætla ég að fjalla um matinn í skólanum. Mér finnst að það mætti vera fjölbreyttari matur í boði en ekki oftast bara fiskur eða kjöt. Til dæmis gæti verið oftar pasta, pizza, skyr, hamborgarar eða bara eitthvað annað en bara kjöt eða fiskur.

Stólarnir í matsalnum eru nokkrir orðnir bilaðir. Það er tyggjó undir stólunum og þeir eru bara ekkert þægilegir. Svo getur maður fengið flís úr þeim. Mér finnst að það mætti koma nýir stólar og lengri borð af því að krakkar vilja helst sitja með mörgum krökkum eða með vinum sínum. Ef það væru lengri borð þyrfti ekki alltaf að bæta við stólum. Í nestinu og matartímanum er oftast mjög kalt í matsalnum og það mætti vera meira ljós. Mér finnst að það mætti bæta það, eins og að hafa meiri hita í ofnunum sérstaklega þegar það er orðið svona kalt úti. Í matartímanum geta skólaliðarnir, sem hugsa um að hafa nóg vatn á borðunum og hjálpa yngri krökkunum,  kveikt á ljósunum.

Þegar við erum að koma í mat og fáum diskana, skálarnar eða hnífapörin þá er nýbúið að vaska þau upp og þá eru þau sjóðandi heit. Eins og þegar það er eitthvað í matinn sem á að vera kaldur matur en þá er hann ekkert kaldur af því að skálarnar er of heitar. Það væri til dæmis hægt að hafa fleiri skálar og diska svo að maður sé ekki að fá alltaf heita diska eða skálar.

Krakkarnir sem hugsa um tónlistina í nestinu geta hugsað um að hafa meira ljós og ég væri líka til í það að aðrir en bara 10. bekkur mætti stjórna tónlistinni.

En núna er allt komið sem ég ætlaði að segja frá um matsalinn en það helsta er þegar það er orðið svona kalt úti finnst mér að það mætti vera meiri hiti í matsalnum og mér finnst eins og að það mætti koma nýir stólar.

 

Þórhildur Amalía Atladóttir

8. HJ