Matsala í Dimmuborgum

Ég held að það væri  frábært að geta komið með pening í skólann og keypt sér gott nesti, þá þyrfti maður ekki að hugsa um og útbúa nesti áður en maður fer í skólann.

Matsala í Dimmuborgum.  Ég held að það væri gott að hafa sjoppu eða einhverskonar matsölu í Dimmuborgum sem er félagsmiðstöðin okkar. Ég myndi vilja að þar væru seldar grillaðar samlokur, litlar pítsur, rúnstykki, pakkanúðlur og fleira sem er gott að fá í nestistímanum. Á  þriðjudögum er Domino‘s með pítsutilboð og gæti því verið hægt að panta pítsur þaðan og selja í sneiðum. Margir hafa ekki mikla matarlyst snemma á morgnana og vita ekki hvað þeir vilja í nesti en eru orðnir svangir og orkulitlir þegar kemur að fyrstu frímínútum. Nemendur í 10. bekk gætu séð um þetta og þetta verið þeirra fjáröflun. Þannig gætu þau aflað  sér peninga fyrir ferðalög og árshátíðarballið og aðra hluti sem þau þurfa pening í. Þannig getur verið valkostur á hverjum degi hvort maður komi með nesti eða kaupi sér í matsölunni. Það má samt ekki vera of dýrt að kaupa sér þarna en 10. bekkur gæti unnið á vöktum tveir og tveir í sjálfboðavinnu. Þannig væri hægt að halda kostnaðinum í lágmarki.  Það er líka lærdómsríkt að prófa að reka og vinna í svona matsölu. Ég hef heyrt frá krökkum í öðrum skólum að það sé einhverskonar matsala þar og að menn séu ánægðir með það. Það gæti líka verið gott að hafa matsöluna opna í hádeginu svo hægt væri að velja hvort  maður keypti sér þar eða borðaði matinn í mötuneytinu. Ef manni líkar ekki maturinn í mötuneytinu og er lengi í skólanum þá verður maður orkulítill og líður kannski illa.  Þá á maður erfitt með að einbeita sér að náminu.

Gott væri að hafa matsölu svo nemendur gætu keypt sér mat sem þeim líkar í nestistíma og í hádeginu.  10 bekkur gæti notað þetta sem fjáröflun.  Nemendur skólans gætu einbeitt sér betur að námi eftir að borða góðan og hollan mat.

Bjarki Gíslason 8. RK