Málverk og skraut á veggi Giljaskóla?

Málverk og skraut á veggi Giljaskóla?

Undirrituð ákvað að skoða hvort starfsmönnum finnist vanta málverk eða annað skraut á veggina í Giljaskóla. Ég ákvað að taka þetta málefni fyrir því mér finnst veggirnir hérna í skólanum alltof tómlegir og þá verður svo kuldalegt. Mun hlýlegra yrði að koma í skólann á morgnana ef fleiri málverk eða eitthvað skraut væri á veggjunum. Mér finnst að það mætti alveg endurnýja þau málverk sem eru á veggjum skólans núna. Sum málverkin eru búin að vera hérna síðan árið 2002. 
 
Ég spurði nokkra starfsmenn skólans hvort þeim fyndist vanta málverk á veggina. Ég talaði við stuðningsfulltrúana Margréti Steingrímsdóttur og Margréti Sigurðardóttur, Ingunni Vigdísi Sigmarsdóttur bókasafnskennara, Dusönku Kotaras matráð og þau Ástu Magnúsdóttur og Brynjar Karl Óttarsson en þau eru kennarar. Þá spurði ég eina stelpu úr 9 bekk, Söndru Björk Arnarsdóttur. Möggu Steingríms finnst vanta málverk. Hún sagði það alltaf jafn gaman að sjá verk eftir nemendur á veggjunum. Ingunni langar að setja upp útskriftarmyndir af öllum krökkum sem hafa útskrifast úr Giljaskóla. Brynjar segist alveg til í að fá fleiri málverk á veggina. Ástu finnst ekki vanta málverk eða skraut á veggina og Maddý er henni sammála. Sama má segja um Söndru Björk.


Undirritaðri finnst mikið vanta á veggina til að glæða þá lífi. Það er svo tómlegt þegar veggirnir standa auðir. Þá verður svo drungalegt á göngunum og sérstaklega uppi á 3. hæð. Þegar ég kem í skólann á morgnana vil ég t.d. gjarnan sjá málverk sem á stendur eitthvað hvetjandi eins og „Brostu með hjartanu“ eða „ Brostu út í heiminn og heimurinn brosir á móti“. Þá væri strax orðið hlýlegra.


Mér finnst hugmynd Ingunnar með útskriftarmyndirnar mjög góð. Ég væri alveg til í að hafa myndir af útskrifuðum nemendum upp á veggjum. Þá myndi mér finnast gaman að koma í skólann aftur eftir eigin útskrift og sjá myndina af mér eins og ég var í grunnskóla.

Ég vil sjá miklu fleiri málverk á veggjum skólans. Þá verður allt miklu hlýlegra og gleðilegra

Heiða Hlín Björnsdóttir
9 BKÓ.

  

 

 Hér væri fínt að setja upp málverk…

 

 

…eða skraut.