Litlu jólin í Giljaskóla

Litlu jólin okkar verða föstudaginn 17. desember. Vegna aðstæðna verða þau með öðru sniði en við erum vön. Nemendur mæta kl. 9.00 og umsjónarkennarar halda utan um jólasamverustund þar sem nemendur geta horft á helgileik 6. bekkjar og tekið þátt í rafrænum fjöldasöng. Litlu jólunum lýkur um 10.30 og Frístund tekur þá við þeim börnum sem þar eru skráð.