Lítill tími eftir sund og leikfimi og maturinn

Það er lítill tími eftir til að hafa sig til. Maturinn í Giljaskóla er oftast góður.

Eftir íþróttir og sund höfum við 20 mínútur til að fara í sturtu, þurrka okkur, græja og keyra upp í skóla. Það tekur sirka 5-6 mínútur að keyra og þá höfum við 13 mínútur í klefanum. Mér finnst við þurfa 17-20 mínútur í klefanum og svo keyra í skólann því þá höfum við nógan tíma til að þurrka hárið og græja okkur. Stundum er okkur hleyft 2-3 mínútum of seint upp úr sundi. Þá komum við stundum seint í tíma af því að eftir sund er matur. Þá höfum við bara lítinn tíma í mat og það er stundum frekar löng röð í mat. Við komum seint í tíma af því að við höfðum ekki nógu mikinn tíma til að borða. Svo er það líka svo óþægilegt að hafa ekki nógu mikinn tíma til að þurrka hárið og við þurfum því að vera með blautt hár í skólanum.

Maturinn í Giljaskóla er oftast bara mjög góður. Stundum er tyggjó undir stólunum og borðunum. Mér  finnst mjög gott að það eru líka ávextir og grænmeti með matnum því þá er hægt að fá sér ávexti ef manni finnst ekki eitthvað gott sem er í matinn. Mér finnst mjög gott að borðin eru merkt núna. Þegar þau voru ekki merkt voru aldrei laus borð eða þá að maður þurfti að sitja hjá öðrum bekkjum. Manni langar kannski frekar að sitja hjá sínum bekk.

Það væri mikið betra að hafa lengri tíma í sundi og leikfimi því maður þar tíma til að þurrka sér, græja sig, og klæða. Kannski það væri samt nóg að lengja tímann fyrir unglingastig því að þá er maður orðinn eldri og þarf lengri tíma til að græja sig.  Við fáum oftast góðan mat t.d. ávexti og grænmeti sem er mjög gott.

Rakel Sjöfn Stefánsdóttir 8.BKÓ