Líðan mín í Giljaskóla

Í þessari ritun ætla ég að segja frá því hvernig mér finnst skólinn minn vera. Ég ætla að segja frá því hvernig mér líður í skólanum, í íþróttum og í vali. Einnig kem ég inn á það hvernig mér líður í kennslutímum.

Ég er búin að vera í Giljaskóla alla mína skólagöngu. Ég byrjaði í honum árið 2005. Mér finnst skólinn mjög flottur, byggingin er flott bæði að innan sem utan. Fyrst þegar ég byrjaði í skólanum þurftum við að fara í íþróttir í Síðuskóla, svo það var mjög gaman að fá íþróttahús í okkar skóla.

Í kennslustundum líður mér yfirleitt vel en það er stundum sem það er ekki mikill vinnufriður. Þegar ekki er mikill vinnufriður eru krakkarnir að tala mikið saman og oft ekkert um námsefnið og þá missir maður oft einbeitinguna. Það hefur komið fyrir að kennarinn sem er að kenna okkur hefur stundum ekki getað stoppað þennan kjaftagang í krökkunum svo að skólastjórinn hefur þurft að koma inn í tíma til okkar og stoppa krakkana. Komið hefur þá fyrir að skólastjórinn hafi þurft að taka suma einstaklinga út úr kennslutíma vegna þess að hann stoppar ekki.

Íþróttirnar hafa lagast mikið eftir að ég komst á unglingastig því þá eru þær kynjaskiptar sem skiptir mig máli. Þegar ég var í íþróttum í yngri bekkjum skólans fannst mér líka mjög gaman en það er mun betra eftir að fór að vera kynjaskipting. Þegar við förum í sund förum við í Akureyrarlaug en þegar ég var í fyrstu þremur bekkjunum fórum við í Glerársundlaug. Sund hefur mér alltaf þótt mjög skemmtilegt og gengur mér ágætlega vel í því.

Valgreinarnar eru fjölbreyttar og ætti hver og einn að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Þegar ég fékk aldur til að komast í val þá fékk ég langan lista um það hvað ég gæti valið. Ég var lengi að finna mér eitthvað sem ég vildi gera. Á þessari önn valdi ég mér marimba, heimilisfræði, tauþrykk og myndmennt. Mér líkar mjög vel í þessum greinum sem ég valdi mér. Mér finnst mjög gaman að elda og baka þannig að ég hef alltaf valið heimilisfræðival.

Heilt á litið þá líður mér mjög vel í skólanum og líkar vel það sem hann hefur upp á að bjóða. Ég hef ekki mikið sem ég myndi vilja breyta og bæta því allt sem ég er að gera í skólanum á mjög vel við mig.

 

Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir 9. KJ