Kostir og gallar við Giljaskóla

Giljaskóli er frábær skóli en það er alltaf hægt að gera hann miklu betri. Hér ætla ég að fjalla um bæði galla og kosti og hvernig við getum gert Giljaskóla að betri skóla.

Eftir tíma er okkur stundum hleypt út fyrr en vanalega á réttum tíma. Oftast tekur það svolítinn tíma að taka til dótið sitt og setja það ofan í töskuna sem gæti eytt helling af nestinu okkar. Það væri mjög þægilegt að hafa aðeins meiri tíma í nesti svo maður getur notið þess að borða án þess að stressast yfir því hvað lítinn tíma maður hefur.

Eftir sund höfum við sirka 10 minútur til að fara í sturtu, klæða okkur, greiða á okkur hárið. Flestar farða sig líka. Það tekur alveg sinn tíma sérstaklega á þessum aldri. Það er frekar leiðinlegt þegar rútan fer þegar nokkrar eru enn í klefanum og skilja þær eftir. Það væri miklu betra að fá aðeins meiri tíma til að græja sig því allt tekur sinn tíma.

Aðstæðurnar í matsalnum eru fínar samt er alveg örugglega hægt að gera þær betri. Til dæmis er oftast mjög kalt í matslanum og það væri gott að hækka í ofnunum svo flestir þurfi ekki að mæta í matsalinn í úlpum.

Ég er rosa sátt með skápana sem eru loksins komnir í skólann til að létta töskur ungra námsmanna. Skáparnir eru mjög hentugir og ég held að allir séu ánægðir með þá.

Mér finnst mjög þægilegt að það sé komið íþróttahús við hliðina á skólanum því einu sinni fórum við alltaf upp í Síðuskóla að stunda þar íþróttir. En nú er það breytt og ég held að allir séu sáttir með íþróttahúsið í skólanum.

Þetta voru kostir og gallar í Giljaskóla sem ég fjallaði um. Meiri tími í sundklefum og í nestistímum, gera aðstæðurnar í matsalnum enn betri og ég er mjög sátt með bæði nýju skápana í skólanum og með íþróttahúsið við hliðina á Giljaskóla.

 

Athena Lind Rosauro 8.HJ