Kostir og gallar Giljaskóla

Mér finnst Giljaskóli vera mjög góður skóli og það eru alveg nokkrir kostir í Giljaskóla en svo eru líka gallar sem mér finnst að mætti laga.J Ég ætla aðeins að tala um nokkra kosti og galla.

Að geta notað tölvu í skólanum er mjög gott en mér finnst tölvurnar hér í Giljaskóla vera frekar hægar. Ein kennslustund er 40 mínútur en að kveikja á tölvu getur tekið um það bil 10 mínútur og þá er frekar lítill tími eftir. Það eru samt ekki allar tölvurnar svona en flestar af þeim eru svona.

Nemendur í 7. bekk fá  alltaf að geyma allar bækurnar sínar í gám og möppu og vera bara í sömu stofu en þegar að þeir koma í 8.bekk þurfa þeir alltaf að taka til bækur fyrir hvern einasta dag og fara með rosa þunga tösku plús stundum sund og íþróttaföt. Nemendur fá þá kannski verki í axlir og bak. Mér finnst að nemendur ættu að fá að geyma bækurnar í skólanum.

Fullt af nemendum finnst mjög leiðinlegt í skólasundi og sleppa bara að mæta af því þeim finnst það leiðinlegt. Það eru um 20 stelpur í 9.bekk en það mæta bara um 8-10 stelpur hinar koma eiginlega aldrei. Mér finnst vanta meiri fjölbreytni í sundtímana af því að við gerum alltaf það sama. Mér finnst líka mjög sniðugt það sem gert er í Lundarskóla, þar skipta þau þessu þannig að annaðhvort fara stelpurnar eða strákarnir í sund fyrir áramót og svo hinn hópurinn eftir áramót. Mér finnst það mjög sniðugt af því að ég veit um fullt af nemendum sem finnst ekki það gaman í sundi. Við byrjum í pottinum og þurfum svo að fara beint út í ískalda keppnislaugina og fara að synda, það er ekki þægilegt.

Mér finnst mjög gott og sniðugt að hafa ávexti og grænmeti með í mat af því að stundum finnst manni ekki eitthvað gott í matinn og þá getur maður fengið sér ávexti og grænmeti. Mér finnst svo þægilegt að það er komið íþróttahús  við hliðina á Giljaskóla af því að einu sinni þurftum við alltaf að fara upp í Síðuskóla í íþróttir þar en núna er íþóttahúsið bara alveg upp við skólann.

Þetta voru nokkrir kostir og gallar í Giljaskóla sem ég vildi fjalla um. Tölvurnar frekar hægar, of þungar töskur, fjölbreytni í sundtímunum og hafa hvern hóp fyrir eða eftir áramót, gott að hafa ávexti og grænmeti í mat og þægilegt að það hafi verið byggt nýtt íþróttahús upp við Giljaskóla. Takk fyrir mig.

 

Viktoría Rún Sigurðardóttir 9.SD