Kosningar í 7. bekk

Síðustu vikur hefur 7. bekkur verið að kynna sér lýðræði og kosningar. Búnir voru til sex stjórnmálaflokkar sem hver og einn fékk sinn kjörstaf, hannaði sitt merki og stefnuskrá. Haldnir voru framboðsfundir og pallborðsumræður þar sem flokkar og stefnuskrá voru kynnt. Samhliða þessari vinnu kynntum við okkur það framboð sem í boði er og tóku nemendur einnig afstöðu til þeirra flokka með kosningu. Þetta var hin skemmtilegasta vinna og greinilegt að nemendur höfðu bæði gagn og gaman af.