Kemur pressa sem sett er á unglinga nú til dags úr rangri átt?

Er sett of mikil eða of lítil pressa á unglinga á Íslandi nú til dags?  Eru unglingar yfir höfuð kærulausari en áður fyrr? Margir eru ósammála um hvað rétta svarið við þessari spurningu er. Að kunna að bera ábyrgð á sjálfum sér er mjög mikilvægt uppá framtíðina og er mikilvægt að læra það sem fyrst. Þegar ég velti fyrir mér þessum spurningum er margt sem mér dettur í hug.

Grunnskóli er sá skóli sem undirbýr þig fyrir framhaldsskóla. Unglingar á unglingastigi í grunnskóla tala oft um að það sé allt of mikið heimanám og allt of mikill lærdómur sem ekki er þörf á. Þegar unglingar fara svo í framhaldsskóla óska þeir þess að undirbúningurinn hafi verið meiri undir þetta stóra stökk sem það er að fara úr grunnskóla og yfir í framhaldsskóla. Mér finnst of lítil pressa sett á unglinga þegar kemur að námi í grunnskóla. Það er alls ekki mikil heimavinna og mætti hún vera miklu meiri, því krakkar geta vel og auðveldlega komist upp með það að sleppa henni. Í framhaldsskóla er heimavinna ekki skráð inn á Námfús eða Mentor. Þar þarf maður bara að mæta í tíma og fylgjast vel með hvort kennarinn setji fyrir heimavinnu. Mæting hjá unglingum í grunnskóla getur verið mismikil og krakkar geta jafnvel komist hjá því að mæta í skólann dögum saman ólíkt því í framhaldsskólum. Það getur haft áhrif á það að krakkar geti ekki tekist á við langa og erfiða skóladaga. Menntun er gríðarlega mikilvæg uppá framtíðina. Ef þú vilt ná markmiðum þínum, hafa meiri stjórn á eigin lífi og valmöguleikum á vinnumarkaðinum er mikilvægt að vera vel menntaður. Óþarfa pressa á unglinga getur líka komið frá umhverfi þeirra og hvernig þeir líta út fyrir öðrum. Flestum unglingum finnst þeir þurfa að eiga flottustu úlpuna, eiga flottasta og nýjasta símann á markaðinum, ganga í skóm og fötum sem eru í tísku og margt fleira. Satt að segja finn ég fyrir þessari pressu ótrúlega oft.

Pressa á unglinga getur komið allstaðar frá og verið í mismunandi myndum. Mér finnst alltof mikið um óþarfa pressu sem unglingar eiga ekki að þurfa að hugsa um. Mér finnst alls ekki vera sett nógu og mikil pressa á námið hjá unglingum í grunnskóla til þess að undirbúa þá fyrir framhaldsskólanám. Kemur pressa sem sett er á unglinga nú til dags úr rangri átt?

 

Anna Þyrí

10.RK