Kalt í Giljaskóla

Giljaskóli er mjög góður skóli en eins og allir skólar hefur Giljaskóli sína kosti og galla. Það sem ég ætla að fjalla um er hvað það er rosalega kalt í skólanum og um að fá skápa í skólann.

Giljaskóli er mjög flottur og góður skóli. Hann hefur samt sína kosti og galla. Mér finnst fyrir okkur á unglingastigi að við þurfum að fá skápa fyrir skóladótið okkar. Við sem erum á unglingastigi erum að bera alltof mikið að bókum. Það væri nú best fyrir okkur að fá skápa til að setja bækur og eitthvað meira svo við þurfum ekki að bera þetta. Sumir skólar á landinu hafa skápa fyrir unglinga. Þegar ég var í 1.-3. bekk í Árbæjarskóla voru skápar fyrir unglingastigið. Mér fannst það mjög sniðugt og mér finnst að við ættum að fá skápa.

Svo ætlaði ég að tala um hvað það er kalt í skólanum. Þegar við erum í skólanum er mjög kalt. Það er kalt frammi á gangi og inni í sumum stofum. Við erum stundum í úlpum í tíma af því okkur er svo kalt og stundum erum við að frjósa úr kulda.

Það sem mér finnst mjög gott við Giljaskóla er að hann er búinn snemma á daginn, fyrr en aðrir skólar á landinu. Áður en ég kom í Giljaskóla var ég í Hrafnagilsskóla á miðvikudögum. Þá var hann ekki búinn fyrr en um 4 á daginn þannig að ég var ekki komin heim fyrr en um 5. Mér fannst það ekki gaman. Þá gat ég ekki gert neitt á daginn eftir skóla en núna er ég búin en um hádegi og eftir skóla er hægt að gera svo mikið.

Giljaskóli er mjög fínn skóli en þetta með skápana og með að það er kalt í skólanum má laga. Það má hækka hitann í skólanum og fá skápa fyrir unglingastigið. Mér finnst Giljaskóli mjög góður skóli. Mér finnst hann vera betri skóli en hinir skólarnir sem ég er búin að vera í.

Rósa Guðbjört Austfjörð 10. JAB