Íþróttir í grunnskólum

Hreyfing er mjög mikilvæg fyrir heilsuna og því er mjög gott að hafa íþróttir og sund í grunnskólum.  Íþróttatímar eru tvisvar í viku og sund einu sinni í viku en bara í 40 mín í senn. Það finnst mér ekki nóg.

Heilsan er það mikilvægasta sem hver maður á og án heilsu gerir maður fátt. Hreyfing er ekki bara skemmtileg heldur er hún nauðsinleg fyrir heilsuna. Íþróttir er með því skemmtilegra sem ég geri. Flestir krakkar hafa gaman af íþróttum, en til þess að krakkar hafi gaman af íþróttum í skólanum verða tímarnir að vera fjölbreyttir.  Það er mjög gott að komast frá skólabókunum og hreyfa sig aðeins. En 40 mín tvisvar í viku er ekki nóg. Rannsóknir sýna fram á að offita sé mjög algeng á Íslandi en offita getur valdið ýmsum sjúkdómum, t.d. sykursýki eða hjarta og æðasjúkdómum.  Mér finnst að það ættu að vera fleiri íþróttatímar í viku eða bara að hafa tvöfaldan íþróttatíma. Besta leiðin til að bæta heilsu, bæði andlega og líkamlega er hreyfing. Hreyfing bætir einbeitingu og svefn og það er mjög mikilvægt fyrir börn og unglinga. Íþróttir í skólanum eru mjög skemmtilegar þar sem maður fær að prófa allskonar  misjafnar íþróttir. Sumar eru skemmtilegar en aðrar ekki. En þá er gott að hafa mikinn fjölbreytileika þar sem krakkar hafa ekki áhuga á sömu íþróttunum. Með fleiri íþrótatímum eflum við áhuga á allskonar íþróttum og minnkum þar með offitu á landinu.

Sund í grunnskólum er mjög mikilvægt, bæði til að fá góða hreyfingu og líka bara af því að það er mikilvægt að læra að synda. Samt finnst mér að sundtímar í skólanum gætu verið aðeins fjölbreyttari. Skemmtilegt væri ef við myndum prófa einhverjar sundíþróttir. Eins og blak í sundi. Einnig finnst mér að krakkar, sérstaklega stelpur á unglingsaldri ættu að fá lengri tíma í klefanum eftir sundtímann.

Hreyfingin er mjög mikilvæg fyrir góða heilsu, andlega og líkamlega. Auk þess er bara svo skemmtilegt að hreyfa sig. Börn og unglingar þurfa hreyfingu til að auka einbeitingu og svefn.  Gott væri að hafa fleiri íþróttatíma í skólanum til að minnka offitu og til að auka áhuga á ýmsum íþróttum.  Sundið er líka mikilvægt að læra í grunnskóla en best væri að hafa bæði íþrótta og sundtíma fjölbreytta.

Heiðbjört Ragna Axelsdóttir 9. SÞ