Íþróttir í grunnskóla

Eitt stærsta vandamál íslenskra unglinga er hvað þeir hreyfa sig lítið. Mjög margir sitja bara inni í tölvunni allan daginn og er það auðvitað ekki nógu gott. Hér á landi erum við samt svo heppin að hafa gott skólakerfi og íþróttir inni í því.

Nú til dags ættu allir krakkar á grunnskólaaldri að fá hreyfingu í skólanum tvisvar í viku yfir vetrartímann. Mér finnst skólaíþróttirnar hér í Giljaskóla vera mjög skemmtilegar og fjölbreyttar. Auðvitað er alltaf  hægt að gera betur, en engu að síður erum við með mjög góða íþróttakennslu hér.  Allir ættu að geta fundið einhverja íþrótt við sitt hæfi, enda mikilvægt að finnast skemmtilegt í því sem maður tekur sér fyrir hendur.

Í íþróttatímum fáum við að prófa margar mjög skemmtilegar og fjölbreyttar íþróttir, t.d. blak, badminton, tennis, fótbolta, handbolta og körfubolta svo eitthvað sé nefnt. Mér finnst þó að meira mætti vera um að þjálfarar og kennarar frá íþróttafélögum á Akureyri kæmu inn í íþróttatíma og kynntu íþróttina sína fyrir krökkunum. Þar af leiðandi fyndu kannski fleiri eitthvað við sitt hæfi og það sem þeim finnst skemmtilegt. Við hér í Giljaskóla erum þó mjög heppin að hafa frábæran íþróttakennara, hann Einvarð. Hann er mjög duglegur að kynna okkur fyrir mismunandi íþróttum og hvetja okkur til að prófa.

Margir eru að æfa mjög mikið og hafa ekki mikinn lausan tíma, þar kemur svokallað metið val að góðum notum. Ég æfi sjálf  frekar mikið og nýti mér metið val og finnst það einstaklega þægilegt. Ég get þá varið meiri tíma í það sem ég hef áhuga á, í staðin fyrir að þurfa kannski að velja einhverja valgrein sem ég hef ekki eins mikinn áhuga á. Einnig er gott að geta valið eitthvað sem ekki rekst á æfingarnar og maður getur púslað öllu mun betur saman.

Mér finnst sem sagt íþróttakennsla í Giljaskóla mjög góð og held að flestum krökkum finnist mjög gaman í íþróttatímum hér í skólanum og er ég einnig mjög ánægð með fjölbreytnina.

Takk fyrir

Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir

10.SKB