Hvernig skóli er Giljaskóli?

Giljaskóli er flottur og góður skóli með marga góða kennara. En samt er alltaf eins og það vanti eitthvað upp á,  eins og til dæmis að bekkir geri meira saman eða að hafa fleiri upprotsdaga. Ég sjálfur verð oft leiður á náminu þegar það er alltaf gert það sama aftur og aftur og mér finnst að það ætti að reyna að gera námið skemmtilegra og aðeins meira í takt við tímann.  Það myndi sennilega vekja upp meiri áhugi á námi hjá unglingum og börnum sem er kannski svolítið slakur núorðið. Líka finnst mér að það ætti að notast meira við hópaverkefni svo að krakkar kynnist hvert öðru betur og eigi betri samskipti saman.

Upprotsdagarnir gætu til dæmis verið þannig að árgöngum er skipt upp í hópa og hver og einn hópur fer á nokkrar stöðvar og gerir ýmisleg skemmtileg verkefni á hverri stöð.  Þessi verkefni gætu tengst námi á einn eða annan hátt og gert fög eins og til dæmis náttúrufræði áhugaverðari og skemmtilegri. Þetta gæti leitt til þess að einstaklingar sem eru feimnir eða með félagsfælni eigi auðveldara með að kynnast öðrum og taka meira þátt. Það er líka margt gott við Giljaskóla. Þar á er meðal félagsmiðstöðin Dimmuborgir sem mér finnst skemmtilegasta félagsmiðstöð sem ég hef komið í. Sérstaklega núna þegar nýi skjávarpinn er kominn en ásamt honum eru mjög góð pool- og borðtennisborð og margir góðir og þægilegir sófar. Það skiptir líka máli hver stjórnar því hann/hún hefur mikil áhrif á það hvernig stemmingin er og hvað er gert. Mér finnst smíðar líka skemmtilegar og það er góð aðstaða en alltaf er hægt að gera betur mér finnst frábært að það sé verið að smíða hænsnakofa og það eigi að hafa hænur þar, þeim mun vonandi líða sem best þar.

Það eru ýmsir kostir og gallar við Giljaskóla, kostir eru t.d. félagsmiðstöðin sem er mjög skemmtileg en hve lokaður skólinn er og lítið gert til að tengja nemendur á mismundandi aldursárum finnst mér galli.  En ég held, á heildina litið þá sé þetta bara mjög góður skóli.

 

Bjarki Gíslason

9.RK