Hverfislaugin

Giljaskólasundlaugin væri mjög góð aðstaða fyrir nemendur Giljaskóla og íbúa Giljahverfis. Þægilegt væri að fá sundlaug við Giljaskóla. Þá þurfum við ekki að taka rútu í sund getum bara labbað beint í sund.

Að mínu mati er sundlaug eitthvað sem gæti hentað mjög vel fyrir skólann og íbúa hverfisins. Það væri hægt að hafa sundæfingar þarna. Þá er það miklu betra fyrir þá sem búa hérna í hverfinu sem stunda sundog hafa mikinn áhuga á því. Sundlaugin gæti komið á túnið sem er ekki oft notað. Þetta tún er rétt við fimleikahúsið. Það gætu komið undirgöng eins og er frá skólanum yfir í Íþrótta/fimleikahúsið. Það væri bara ein keppnislaug, heitapottur og svona ísbað/kar. Laugin sjálf væri svona 25 metrar á lengd og 10 metrar á breidd grunt öðrum meigin og dýpra hinum meigin. Þegar vetur kemur er þetta auðveldara fyrir íbúa og fólk sem er að stunda sund svo það það þurfi ekki að keyra eða taka strætó í Akureyrarlaug. Þetta gæti verið eins og Glerárlaug nema bara Giljalaug. Líka ef einhver nemandi gleymir sundfötum þá getur hann bara skroppið heim, náð í og komið beint í sund. Sundlaugin verður ekkert mjög stór í byrjun en hún á eftir að þróast og verða betri. Þessi sundlaug gæti verið góður partur af framtíð Giljaskóla. Svo eru að valgreinar sem þarf að nota sundlaugina til dæmis Íþróttafræði. Þá er hægt að koma með nýjar valgreinar sem tengjast sundi. Þeir sem stunda sund sem eru í Giljaskóla gætu núna valið sina íþrótt. Þegar ææ eru haldnir þá er hægt að nota sundlaugina í einhverja þraut, líka í hringekjunni sem er á hverju ári í Giljaskóla. Nemendaráð GIljaskóla gæti komið með einhverjar tillögur sem tengjast sundauginni á einhvern hátt. Það gæti líka einhver bekkur haldið hitting í sundlauginni og svo gætu bekkir líka ákveðið að hittast þar.

Giljahverfi væri miklu betra með sundlaug og líka þæginlegra. Svo gæti sundlaugin verið stór partur af framtíð Giljaskóla og Giljahverfis. Þetta væri mjög nýtt fyrir Giljahverfi. Ég myndi halda að íbúar Giljahverfis væru ánægðir með það að það kæmi sundlaug í hverfið. Það væri snilld ef þetta yrði að raunveruleika að hún myndi koma.

 

Hlynur Viðar Sveinsson 9. RK