Hvað virkar gegn einelti?

Einelti er víða. Einelti er bæði í skólum og á vinnustöðum. Þar sem einelti er látið viðgangast líður engum vel og sérstaklega ekki þeim sem verður fyrir því.

Fyrstu fjögur árin mín í grunnskóla man ég ekki neitt eftir því að það hafi verið talað um einelti við bekkinn minn. Ég vissi örugglega ekki einu sinni hvað einelti var. Ég vissi bara að það mátti ekki stríða öðrum.

Alla mína skólagöngu hefur mér liðið alveg einstaklega vel í skólanum. Í mínum bekk hafa bekkjarsystkini mín verið yfirleitt góð við hvert annað en einstöku sinnum hafa  komið upp leiðinleg mál. Þá hefur yfirleitt verið tekið vel á þeim. Í 5. bekk horfði bekkurinn minn á myndband um einelti. Ég man hvernig mér leið þegar ég horfði á þetta myndband. Mér leið ekki vel. Það er svo sorglegt að eyðileggja líf annarra með endalausri stríðni. Þegar kennararnir voru búnir að sýna okkur myndbandið sögðu þeir :”Ef þið leggið í einelti þá munum við taka rosa hart á því”. Frá 5. bekk til 7.bekkjar hafa kennararnir mínir reglulega sýnt okkur myndbönd um einelti til þess að minna okkur á hvað það er mikilvægt að koma vel fram við hvert annað. Þessi myndbönd um einelti hafa hjálpað mér og styrkt mig sem persónu og mér finnst þetta hafa kennt mér það að hugsa vel um allt og alla. Þess vegna vil ég segja að skólinn er búinn að standa sig vel að fræða okkur um einelti og þessar slæmu afleiðingar sem verða þegar að eineltið er til staðar. Sem dæmi um hvernig fræðslan hefur skilað sér til mín, þá man ég eftir atviki síðan í 7.bekk. Ég var í tíma og ég leit út um gluggann og sá að það voru slagsmál úti. Ég kallaði í kennarann og sagði við hann að það væru slagsmál þarna úti. Hún leit út um gluggann og sagði að þetta skipti okkur engu máli og að ég ætti að hætta að hugsa um þetta. Þá hugsaði ég hvað þetta væri rangt af kennaranum að snúa sér við þegar enginn sá hvað væri um að vera þarna úti. Mér finnst og hef alltaf fundist að kennararnir ættu að vera fyrirmynd fyrir nemendur og sýna líka nemendum virðingu með því að hjálpa þegar einhvern vantar aðstoð. Þarna hefði kennarinn átt að taka mark á mér, eða mér finnst það.

Einelti á ekki að líða í skólum. Það er mikilvægt að skólinn kynni fyrir nemendum hvað það er slæmt að leggja í einelti, það er líka mikilvægt að þegar einelti er í skólum þá er mikilvægt að skólinn haldi utanum málið mjög fast og prófi sig áfram. Það er gott fyrir nemenur að horfa stundum á eineltis myndbönd til þess að átta sig á hvað einelti getur orðið slæmt fyrir þá sem lend fyrir því. Maður spyr sig hvað virkar gegn einelti? Skólinn verður að vera sterkur gegn einelti!

Jóhanna Júlía Valsdóttir 8.RK