Hugleiðingar um Giljaskóla

Ég byrjaði í 1. bekk í Giljaskóla árið 2005 og hef verið alla mína skólagöngu þar. Mér líkar mjög vel við skólann en hann er eins og aðrir skólar bæði með galla og kosti. Sumir eru með betra félagslíf en aðrir.

Ég ætla aðeins að segja frá hugleiðingum mínum um Giljaskóla. Félagslífið í Giljaskóla er mjög fínt. Það eru til dæmis þemadagar fyrir 1-7. bekk, sem mér fannst mjög skemmtilegir þegar ég var með í þeim. Þegar maður er kominn á unglingastig þá breytast þemadagarnir yfir í hringekju sem er líkja mjög skemmtilegt. Einnig eru uppbrotsdagar eins og fyrir jólin. Þá kemur allt unglingastig saman í salnum og horfir á mynd og fleira. Við á unglingastigi gerum alltaf stuttmyndir í staðinn fyrir leikrit nemendur í 8-10 bekk gera handritin og svo velja kennararnir úr þeim. Við fáum alltaf sirka 3 daga til að taka upp og klippa.

Í Dimmuborgum er hægt að fara í biljard, borðtennis og horfa á sjónvarp. Þar eru sófar. Þá er fullt af fleiru. Svo er líka opið hús fyrir þá sem vilja.

Kostirnir við Giljaskóla eru að ef maður þarf stuðning við lærdóm og þess háttar þá er skólinn duglegur að veita stuðninginn sem maður þarf. Sem er mjög mikill kostur og er nauðsynlegt að þetta sé í lagi hjá öllum skólum. Þegar maður er kominn á unglingastig þá þarf maður ekki að fara út í frímínútum. Mér finnst það mjög skemmtilegur kostur, þó maður hafi nú alveg gott af því að fara aðeins út. Við í Giljaskóla fengum loksins íþróttahús við skólann okkar, sem er algjör snilld. Það var ekkert gaman að þurfa að fara með rútu til að komast í íþróttir. Alveg nóg er að þurfa að fara í rútu í sund. en íþróttahúsið er einnig mikill kostur og er frábært að það sé komið.

Heimanámið í skólanum er mjög passlegt. Það er ekki of mikið heimanám og heldur ekki of lítið. Sem er gott, því það er ekkert betra að hafa of mikið heimanám því þá verður maður jafnvel bara þreyttur á því og fer að sleppa því eða jafnvel gera illa það sem maður gerir. Því finnst mér sniðugt að hafa það svona passlega mikið eins og það er. Maturinn í giljaskóla er yfirleitt góður og er fjölbreytnin bara góð.

Kostir við það þegar maður fer á unglingastig er að þá fær maður að vera inni í frímó. Mér finnst líka kostur að það sé komið íþróttahús við skólann því þá þurfum við ekki að fara eitthvað annað í íþróttir.

Í heildina finnst mér Giljaskóli mjög fínn skóli og myndi ég klárlega mæla með honum. Félgslífið, íþróttahúsið, Dimmuborgir og allt er mjög skemmtilegt og breytir miklu fyrir nemendur.

 

Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir 10. KJ