Hreyfing og útivist unglingastigs

Útivistardagar í Giljaskóla eru nokkrir yfir skólaárið en þeir mættu þó vera fleiri. Útivist er mjög holl og góð bæði andlega og líkamlega og það er hægt að iðka hana á marga vegu. Hvert ár höfum við farið á skíði sem er mjög skemmtilegt og góð tilbreyting yfir háveturinn. Haustið 2014 fórum við í göngu þar sem við löbbuðum frá skólanum og að skíðaskálanum við Hlíðarfjall.

Útivistardagarnir mættu vera fleiri. Sérstaklega á haustin og vorin þegar veðrið er sem best. Eftir að ég byrjaði á unglingastigi hefur þessum dögum fækkað mjög mikið sem er þó eðlilegt því við erum orðin eldri og meiri tími sem þarf að fara í nám. Ég man að þeir voru miklu fleiri á yngsta- og miðstigi sem er skiljanlegt. Dagar sem þessir eru mjög góð tilbreyting fyrir vikuna og gera skólaárið fjölbreyttara. Sumir kennarar eru mjög duglegir að hleypa krökkunum út stöku sinnum. Það finnst mér breyta deginum á góðan máta þótt það séu ekki nema tíu mínútur. Stundum er það bara nauðsynlegt vegna þess að einbeiting nemenda er orðin lítil og áhuginn ekki mikill fyrir námi. Á haustin og vorin eru íþróttatímarnir oft úti sem mér finnst mjög góð nýting á góðu veðri. Það er líka mjög gott að geta hreyft sig úti í fersku lofti sem mér finnst persónulega mjög skemmtilegt. Á unglingastigi er okkur ekki skylt að fara út í frímínútum. Þær eru tvisvar á dag, önnur er tuttugu mínútur en hin fimmtán mínútur. Fyrri frímínúturnar eru tuttugu mínútur og eru þær nestistíminn sem unglingastigið hefur. Því tekur það sig ekki að vera að fara út á þeim tíma. Í frímínútum getum við farið niður í matsal. Í nestinu er boðið uppá á hafragraut sem mér finnst mjög gott og ég fæ mér hann stöku sinnum. Unglingastigið hefur aðgang að gervigarsvellinum tvisvar í viku, í seinni frímínútum sem eru fimmtán mínútur. Mér

 

persónulega finnst notkunin á þeim tíma mjög lítil. Ég hef bara aldei vitað um neinn sem nýtir þann tíma. Kannski er það vegna þess að frá því að kennarar hleypa nemendum úr kennslustund og þangað til að þeir koma sér niður á völlinn líða um það bil fimm mínútur. Svo þarf maður líka að vera kominn á réttum tíma í kennslustund svo það tekur sig kannski ekki að fara út yfir höfuð.

Unglingastigið í Giljaskóla er ekki mikið að fara út yfir skólaárið. Þótt kennarar eigi það til að leyfa krökkum að fara út og að það séu nokkrir dagar sem fara í útivist yfir skólaárið finnst mér þeir ekki nógu og margir. Giljaskóli er að mörgu leyti mjög góður skóli og mjög fjölbreytt og flott vinna í gangi innan skólans. Meira mætti vera um útivist og hreyfingu þótt fátt annað sé sem hægt væri að breyta.

 

Anna Þyrí Halldórsdóttir.

9.RK