Hrekkjavökuball 5. - 7. bekkur

10. bekkur Giljaskóla ætlar að halda hrekkjavökuball fyrir nemendur miðstigs þriðjudaginn 30. október kl. 18-20.
Aðgangseyrir er 500 kr. og innifalið er einn miði til spákonu og einn miði í draugahús. Ef einhverjir vilja fara fleiri ferðir í draugahúsið og fá fleiri spár frá spákonunni kostar það 100 kr. í hvert skipti. Sjoppa verður á staðnum. Einnig verður farið í leiki, dansað og haft gaman. Hrekkjavökuballið er búningaball svo við hvetjum alla til að mæta í búningum. Verðlaun verða veitt fyrir flottasta búninginn að mati dómnefndar.

Allur ágóði ballsins rennur í fjáröflunarsjóð 10. bekkjar fyrir skólaferðalagi í vor.