Hraðlína

Unglingastig grunnskóla byrjar í 8. bekk. Eftir það ferðu í 9. bekk. Svo í 10. bekk. En ef nemendum  gengur vel í 9. bekk geta þeir sótt um að fara á Hraðlínu í Menntaskóla Akureyrar. Þessi grein er um skoðun mína á Hraðlínu.


Hraðlína MA er fyrir krakkar í 9.bekk sem búa á Íslandi og hafa áhuga að klára stúdentsprófið einu ári fyrr. Hraðlína hóf fyrsta kennsluárið sitt haustið 2005 og hefur gengið mjög vel síðan. Nemendur sem komast á hraðlínu þurfa að vera áhugasamir, geta tekist á krefjandi áskorunum með dugnaði og góðu skipulagi.Nemendur 9.bekkjar þurfa að hafa 8 í meðaleinkunn til að geta sótt um.Einnig þurfa nemendur að hafa áhuga á bóklegu námi og geta staðið sig mjög vel í því. Á hraðlínu eru kenndir sömu áfangar og á fyrsta ári í menntaskóla einnig er enska og stærfræði  fléttað saman við nám tíunda bekkjar. Á hraðlínu er kenndar íþróttir, náttúrulæsi, stærðfræði, enska og nemendur velja sér þriðja málið sem þeir vilja læra sem er annaðhvort þýska eða franska. Á hraðlínu fara nemendur í 36-38 kennslustundir á viku og fá heimanámsaðstoð í 2 kennslustundir á viku. Bekkirnir eru litlir, haustið 2015 munu 15-20 krakkar komast inn á hraðlínu. Kennarar á hraðlínu eru tengiliðar milli heimils og skólans og kennarar á hraðlínu eru áhugasamir.

Umsókarnfrestur 2015 er til 26. maí og verður umsækjendum svaraði í byrjun júní. Nemendur á hraðlínu eru oft kölluð „Kríli'' en kennarar skólans kalla þetta hraðlínu. Mér finnst persónulega  hraðlína mjög sniðug fyrir krakka sem eru góðir í námi og vilja klára skólann fyrr. Krakkar sem eru mjög góðir í námi eiga ekki að þurfa taka eitt annað ár þar sem þeir fá 9 og 10 í öllum prófum.


Hraðlína er fyrir krakkar á Íslandi sem hafa áhuga á að klára stúdentsprófið einu ári fyrr.Meðaleinkunn hærri en 8 í 9.bekk gefur þér kost að komast inn í „krílabekk''. Stærðfræði og enska er samflétt af fyrsta ári menntasskóla og 10. bekk grunnskóla. Áhugasamir kennarar eru tengiliðar milli skólans og heimilins. Krakkar á hraðlínu oft kölluð „kríli“. Mér finnst hraðlína æðisleg og sniðug

Patrekur 9.SD