Hlaðvarpsherbergi - styrkur frá foreldrafélagi Giljaskóla

Foreldrafélag Giljaskóla gaf skólanum nýlega styrk til að kaupa búnað fyrir hlaðvarpsgerð nemenda (podcast). Styrkurinn var nýttur í að kaupa þann búnað sem til þurfti og hefur þetta vakið mikla lukku. Bæði kennarar og nemendur hafa verið duglegir að nýta sér aðstöðuna til að taka upp hlaðvörp til að nýta í kennslu og til að skila verkefnum. Við erum foreldrafélaginu afar þakklát fyrir þetta frábæra framtak. Það er nauðsynlegt að nemendur hafi aðgang að fjölbreyttum aðferðum til að miðla efni og þjálfist í að koma fram. Að hafa aðgang að hljóðveri gerir okkur kleift að nýta fleiri miðla við verkefnaskil og í framtíðinni sjáum við fyrir okkur að nýta þetta til að gera kennsluefnið aðgengilegra fyrir nemendur, öllum til hagsbóta.