Hjólabrettapark við Giljaskóla

Á skólalóðinni í Giljaskóla eru mörg leiktæki en mér finnst vanta fleiri. Til dæmis mætti bæta við hjólabrettaparki á túnið. Í mörgum skólum á landinu eru hjólabrettapallar á lóðinni svo krakkar geta leikið sér þar á brettum.

Það eiga margir hjólabrettakrakkar heima í Giljahverfi og Síðuhverfi. Þessir krakkar þurfa að renna sér alla leið niður á háskólapark. Háskólapark er rétt fyrir ofan Háskólann á Akureyri. Það versta við háskólapark er að það er svo falið, það eru tré allstaðar í kring um það og engin hús nálæg. Það sem er líka slæmt er að það koma stundum einhverjir á parkið og eyðileggja allt t.d. hella bjór á parkið, pissa á það og hella gosi svo að pallarnir verða klístraðir. Ef það væri hjólabrettapark  hjá Giljaskóla væru ekki svona vandræði. Það væru kannski öryggismyndavélar og svo eru margir á ferðinni í kring og fólk í húsunum í kring getur séð út um gluggann ef einhverjir skemmdarvargar eru þar. Hjólabrettaaðstaðan á Akureyri hefur alltaf verið dálítið slök. Árið 2008 til 2010 voru oftast hjólabrettakeppnir á háskólaparki. Síðan kom innanhúspark árið 2012 og allir urðu glaðir en svo var það bara í einn vetur því Akureyrarbær vildi ekki styrkja það áfram. Það endaði þannig að aðstöðunni var lokað og allir pallarnir sem hjólabrettastrákar voru búnir að byggja voru rifnir niður. Eftir þetta hafa ekki verið haldnar neinar keppnir.

Eins og ég sagði í upphafi þá væri gott að hafa hjólabrettapark á lóðinni hjá Giljaskóla þar sem margir í því hverfi eru á brettum. Háskólaparkið er ekki vel staðsett og langt fyrir flesta að fara þangað.

Stefán Vilhelmsson 8. BKÓ