Heimilisfræðin

Í gamla daga var sagt að konur ættu eingöngu að sjá um heimilið. Karlarnir ættu að vinna úti á markaðnum og koma heim með pening fyrir fjölskylduna. Eftir grunnskóla hættu margar konur einfaldlega bara í skóla og eignuðust mann og fjölskyldu. Örfáar fóru þó í menntaskóla eða húsmæðraskólann.

Í skólum í dag er kennd grein sem heitir heimilisfræði. Stelpur og strákar eru í þessu alveg fram í 7. bekk en eftir það er heimilisfræði bara val. Mér finnst að heimilisfræði eigi að vera skylda alveg fram í 10. bekk. Þú lærir nefnilega svo mikið út frá heimilisfræðinni. Í grunnskólum landsins er oftast einn heimilisfræðikennari og eigum við einn kennara hér sem heitir Alda. Í tímunum sjálfum er oftast eldað og bakað til skiptist. Við lærum grunninn að almennri eldamennsku eins og bara að sjóða, steikja og þess háttar. Ímyndaðu þér bara ef unglingur í 9. bekk væri einn heima á kvöldmatartíma og gæti ekki soðið sér t.d pasta? Einu sinni á ári er samt bóklegur tími. Þá erum við að vinna í bókum alls konar spurningar um heimilisfræði. Það er ekkert rosalega skemmtilegt en sem betur fer er sá tími bara einu sinni á ári. Frá 1. - 7. bekk er oft sett upp einhverskonar hringekja þannig að skólaárinu er skipt upp í hluta. Í Hringekju er oftast smíði, heimilsfræði, myndmennt og handmennt. Þá er heimilisfræði kennd einu sinni í viku hálfan skólavetur. Heimilisfræði er mjög skemmtileg grein en það sem kannski skemmir aðallega fyrir er að tíminn sjálfur er í 2-3 tíma sem er frekar langt og margir endast ekki svo lengi í einum tíma. Ef tíminn væri kannski aðeins styttri væri þetta miklu skemmtilegra. Ég er samt ekkert að segja að mér  finnist heimilisfræði ekki skemmtileg. Tímarnir eru mjög fjölbreyttir en ég væri alveg til í að við myndum baka aðeins meira.

Hvernig væri að hafa heimilisfræði á stundaskránni hjá öllum? Allir hafa gott af því að læra smá heimilsfræði og þessir tímar eru ekkert strangir. Þannig að ég mæli bara með að allir séu í þessari skemmtilegu grein.

Tinna Arnarsdóttir 9.KJ