Guðríður tilnefnd til íslensku menntaverðlaunanna

Guðríður Sveinsdóttir, kennari við Giljaskóla, hefur verið tilnefnd til íslensku menntaverðlaunanna í flokknum framúrskarandi kennari. Það er mikill heiður fyrir kennara að fá slíka tilnefningu og við getum svo sannarlega verið stolt af Guðríði og vitum að viðurkenningin er verðskulduð. Afhending verðlaunanna fer fram á Bessastöðum miðvikudaginn 2. nóvember.