Göngum í skólann hvetur til umræðna um virkan ferðamáta

Í tengslum við verkefnið göngum í skólann eru nemendur hvattir til að nýta virkan ferðamáta í skólann. 

Hvatningin er mjög mismunandi t.d. ræða nemendur í 4. bekk á hverjum morgni um mikilvægi þess að velja virkan ferðamáta og skrá hvernig þeir ferðast í skólann með því að hengja upp mismunandi lituð á laufblöð á sameiginlegt bekkjartré (Dökk grænn er ganga, ljós-grænn er hjóla og kremaður er bíll).

Í 8. bekk var útbúið veggspjald þar sem nemendur gefa sjálfum sér broskall fyrir hvern hálftíma sem þau hreyfa sig dag hvern. Ef hreyfingin varir í klukkustund eða lengur fá þau tvo broskalla. Tilgangur með þessu er ekki keppni heldur lítum við frekar á þetta sem tækifæri fyrir nemendur að sjá hversu mikið eða hversu lítið þau hreyfa sig á mánaðartímabili.