Gluggarnir við kennslustofurnar

Giljaskóli er rosalega vel hannaður skóli í flest alla staði. Skólinn er mjög stór og flottur í útliti og eru margir inngangar í skólann. Í skólanum eru margir stórir og flottir gluggar, til dæmis í kringum miðgarðinn.

En hins vegar tel ég að gluggarnir sem eru við hliðina á skólastofuhurðunum valdi mikilli truflun hjá þeim sem eru inni í stofunum að læra. Það er oft sem krakkar koma fyrir utan og sjá vini sína inni í stofunum að læra og reyna oft að ná athygli þeirra einhvern veginn. Þá biðja krakkarnir oft um að fá að fara fram á klósettið en fara í rauninni bara fram til þess að tala við vini sína. Svo er líka oft lélegur vinnufriður vegna þess að krakkarnir eru að fíflast á ganginum. Maður heyrir svo vel í gegnum þessa glugga og fylgist gjarnan með krökkunum í gegnum rúðuna og þá missir maður einbeitinguna. Það er gott að geta séð í gegnum rúðurnar svo maður þurfi ekki endilega að banka og opna hurðina og trufla kennslu, til dæmis ef maður ætlar að eiga orð við kennarann eða sjá hvaða bekkur er í stofunni. Auðvitað hafa gluggarnir kosti og galla eins og flestir aðrir hlutir. En ég held að það yrði mun betri vinnufriður í stofunum ef þessir gluggar væru ekki við stofurnar. En það er örugglega mjög mikið vesen að fjarlægja gluggana og setja upp einhvers konar spýtu eða vegg í staðinn. Það myndi taka bæði langan tíma og væri mikið vesen því það eru svo margar stofur í skólanum. Svo væri ekki gott að læra á meðan það væri verið að breyta þessu öllu. Þessi framkvæmd mætti þess vegna fara af stað á meðan það væri frí í skólanum. Svo er þetta mjög kostnaðarsöm framkvæmd.

Annars er þetta bara mjög flott hönnun hjá arkitektinum sem hannaði Giljaskóla. Krakkar sem eru í öðrum tímum koma oft fyrir utan gluggana og ná vinum sínum fram. Það er auðvelt að ná athygli kennarans í gegnum gluggana ef maður þarf að tala við hann.

Natan Birnir Jóhannsson 10. JAB