Giljaskóli: kostir og gallar

Að mínu mati er Giljaskóli mjög góður skóli. En eins og allt annað hefur hann sína kosti og galla. Ég ætla að segja frá nokkrum kostum og göllum við skólann sem mér finnst mikilvægt að koma á framfæri.

Helstu kostirnir eru að við höfum rosalega gott íþróttahús sem við fáum að nota til þess að vera í leikfimi. Húsið er stórt og gott. Þar er allt sem við þurfum, t.d. nóg af nýjum boltum, dýnum, trampolinum og fjöldinn allur af nýjum tækjum. Svo eru klefarnir mjög góðir og sturturnar líka. Þetta finnst mér mikilvægt því við þurfum öll að geta hreyft okkur. Skólinn býður upp á mjög góða aðstöðu til þess.

Mér finnst líka mikilvægt að skólinn hafi gott námsefni og góða kennara, sem Gljaskóli hefur. Félagsmiðstöðin í skólanum, sem heitir Dimmuborgir, er frábær. Við getum verið þar þegar frí er í tímum og í frímínútum. Þá eru mjög góðir sófar, sjónvarp og sjónvarpsflakkari sem er með fullt af myndum inná. Við getum horft á þær í eyðum.

Þetta eru að mínu mati helstu kostir skólans en gallar skólans eru til dæmis stólarnir í kennslustofunum. Mér finnst stólarnir vera of harðir til þess að sitja á í tímum. Í samræmdu prófunum sátum við í heilar þrjár klukkustundir. Þegar á tímann leið var mér bara orðið illt í rassinum. Mér finnst líka maturinn ekki vera alveg nógu góður. Stundum er hann of hrár og stundum of mikið hitaður til þess að geta borðað hann. Að lokum vil ég kvarta yfir því hvað tölvur skólans eru lélegar. Tölvuverið er svo lélegt að í sumum tölvum getur þú ekki einu sinni skráð þig inn á notandanafninu þínu. Það ætti að fjárfesta í nýjum tölvum fyrir skólann.

Þetta eru helstu kostir og gallar skólans að mínu mati.

Hákon Birkir Gunnarsson 10 IDS