Giljaskóli – kostir fleiri en gallar

Mikið hefur verið að skrifað um hvað skólinn sé ömulegur og mest bara um gallana sem eru í honum. Mig langar að breyta því aðeins og skrifa um kosti skólans. Ég mun líka aðeins skrifa um gallana í honum.

Ég hef verið í Giljaskóla í að verða núna 10 ár og skólinn er alls ekki eins lélegur og flest allir segja. Mesti kosturinn við skólann er íþrótta-og fimleikahúsið sem var byggt hérna. Það var ömulegt að þurfa að labba alltaf út í Síðuskóla til þess að þurfa að fara í leikfimi eða það sem var verið að gera þar. Það eru líka fleiri kostir við skólann eins og Dimmuborgir sem er líka félagsmiðstöðin okkar í Giljaskóla. Þar fáum við að vera í okkar frítíma og það er ekki verra að Birna er að stjórna þar, þar sem hún er hress og skemmtileg að öllu leyti. Matsalurinn og mötuneytið er líka góður kostur. Krakkar geta fengið að borða í skólanum ef þeir vilja sem er æðislegt. Á hverjum skólavetri eru stuttmyndadagar og þá er alltaf gaman hjá unglingastiginu að búa til þessar stuttmyndir. Yngsta-og miðstig gera alltaf leikrit á meðan við búum til stuttmyndirnar og gerum allt skrautið fyrir árshátíðina. Ég held að öllum finnist þetta virkilega skemmtileg vika eða það finnst mér allavegana og vona að hinum finnist það. Flestir kennarnarnir eru nú skemmtilegir en það eru alls ekki allir. Það eru líka margir kennarnar sem eru ekkert séstaklega skemmtilegir. Mér finnst kennarar mega vanda sig aðeins meira með það sem þeir eru að láta nemendur gera og ekki saka nemendur um eitthvað sem þeir hafa ekki gert. Símareglur skólans finnst mér vera aðeins of strangar. Ef síminn er tekinn af þér á föstudegi þá færðu hann ekki aftur fyrr en eftir helgina. Ég verð að segja að mér finnst þetta vera alveg fáránlegar reglur og það að foreldrar þurfa að sækja hann. Það er allt í lagi að taka símann og afhenda hann svo aftur eftir skóla en það er ekki í lagi að láta foreldrana sækja hann. Sumir foreldrar komast ekki til að sækja símann en þetta er eins og með allt annað. Þetta verður strangt í nokkrar vikur og svo verður kennurum frekar sama. Flestir kennarar höfðu það þannig að það mætti hlusta í tímum hjá þeim en eftir að nýju reglurnar komu þá má ekki hlusta. Ég læri betur þegar ég fæ að hlusta í tímanum og næ betur að einbeita mér að því sem ég er að reyna að gera en það get ég ekki gert eins vel þegar að ég fæ ekki að hlusta.

Við erum öll mismunandi gerð og verðum að fá að nota okkar aðferðir til þess að læra. Alltaf er sagt við okkur að við séum að læra fyrir okkur en ekki neinn annan. Þá eigum við að fá að nota okkar tækni til þess að ná að einbeita okkur sem best en það er ekki hægt þegar svona strangar reglur eru settar. Takk fyrir mig.


Jörundur Frímann Jónasson 10. JAB