Giljaskóli hlaut styrk frá Forriturum framtíðarinnar

Giljaskóli hefur að undanförnu lagt aukna áherslu á menntun í upplýsingatækni og það að nýta möguleika tækninýjunga til að auka gæði náms nemenda skólans.  

Á vordögum var sótt um styrk til Forritara framtíðarinnar til kaupa á ýmsum tækjum til forritunar- og tæknikennslu, en meginhlutverk sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Giljaskóli hlaut 200.000 króna styrk og þakkar Forriturum framtíðarinnar innilega fyrir veittan stuðning. Styrkurinn mun koma sér afar vel.

Hér má sjá nánari upplýsingar um styrkveitingar forritara framtíðarinnar.