Giljaskóli er frábær skóli

Giljaskóli er mjög góður skóli á margan hátt. Að sjálfsögðu fylgja honum gallar. Félagsmiðstöðin er mjög fín, matsalurinn flottur og rúmgóður og góðir kennarar. Hins vegar er matargerð ekki sterkasta hliðin að mínu mati en það er alls ekkert alltaf. Mér finnst líka að það mætti breyta bókasafnsaðstöðunni þannig að hægt væri að læra þar í ró og næði ef maður er til dæmis í eyðu. Mér finnst mjög gott að koma í félagsmiðstöðina og hafa það gott og það eru alltaf að koma breytingar til hins betra þar inni, eins og flakkari og slíkt. Síðan er konan sem sér um félagsmiðstöðina á skólatíma, hún Birna, alveg frábær og vinnur mjög vel og alltaf er hægt að tala við hana um allt. Matsalurinn er mjög góður að mörgu leyti. Hann er rúmgóður og hægt er að nota hann í margt. Fínt að hafa gryfjuna á böllum og salurinn hentar vel til þess að halda ball. Kennararnir eru mjög fínir og flestir að vinna sitt fag vel en eru ekki að missa sig í lærdómi. Þeir eru duglegir að koma með uppbrot í kennslu sem skiptir höfuðmáli fyrir nemendur því flestir nenna ekki að sökkva sér í bækur alla daga. Þá er mjög gott til að dæmis horfa á mynd og gera verkefni upp úr henni eða eitthvað slíkt. Það er líka gaman að hafa netsamband í öllum stofum í símanum en það er alveg skiljanlegt ef það er ekki vegna truflana í tíma. Það má líka endilega halda áfram með uppbrotsdagana vegna þess að það er mjög gott að geta unnið heimanámið í skólanum og líka gott fyrir móralinn að losna frá náminu.

Allt í allt er Giljaskóli frábær skóli og mun væntanlega bara halda áfram að bæta sig og verða betri og betri. Það er mjög gaman að vera í Giljaskóla.

Jason Orri Geirsson 10. IDS