Giljaskóli er ekki bara steypa

Giljaskóli er grunnskóli á Akureyri og hann var byggður árið 1995. Í dag er Giljaskóli orðinn 18 ára. Útlitið á Giljaskóla er blýantur, strokleður og yddari. Í Giljaskóla eru að jafnaði um 400-500 manns í skólanum. Giljaskóli hefur sínar vondu og góðu hliðar. Það sem mér finnst best við skólann er félagsheimilið Dimmuborgir. Í Dimmuborgum er gott að geta lagst niður og slappað af,  t.d. horft á þátt eða spilað við félagana í skólanum.  Það leiðinlega við GIljaskóla er að maður getur ekki geymt skóladótið í skólanum. Ef maður gæti geymt námsbækurnar í skólanum þá færi það betur með bakið og ég myndi aldrei gleyma námsbókunum heima og fengi aldrei „án gagna“ í kladdann. Maturinn er eins og margir vita frekar vondur í skólanum þó hann sé stöku sinnum ágætur. Til dæmis er oft hakk og spagettí þar sem spagettíið er hart og of lítið eldað. Að mínu mati ætti að leggja meiri áherslu á matinn því þá líður okkur betur í skólanum. Bókasafnið í skólanum er ágætt en leigutíminn er of stuttur.  Maður hefur ekki endanlausan tíma til þess að fara á bókasafnið og framlengja lánið.  Ekki er skemmtilegt að eyða frímínútum í að framlengja. Gott væri ef hægt væri að framlengja á netinu.  Síðan eru það valfögin.  Mér finnst þau ekki skila góðum árangri.  Eru þau bara til þess að lengja tímann í skólanum.  Er það eðlilegt að krakkar hangi í skólanum í 6-7 tíma til þess að læra?  Er hægt að halda einbeitingu í 6-7 tíma?  Ég held að það væri betra að fella út valfög og stytta skólatímann.  Þá væri jafnvel hægt að byrja skóladaginn kl 10 og hafa hann til kl 15. Reyndar finnst mér gott að hafa vinnutíma í skólanum sem er valfag.  Þar getur maður unnið heimanámið  t.d. gert dagbók fyrir næstu viku eða unnið annað heimanám.  Giljaskóli er fínn skóli.  Þar er t.d. gott starfsfólk en gott má lengi bæta.  Giljaskóli er ekki bara steypa.

Viðar Óli Aðalsteinsson 9. BIS