Giljaskóli er afbragðs skóli

Ég er búinn að vera í Giljaskóla í 10 ár og hefur það verið upp og niður að ganga þessa skólagöngu. Maður er búinn að heimsækja skólastjóra eins og gengur og gerist kannski. En ég ætla ekki að tala niður til skólans míns. Giljaskóli er mjög flottur skóli og það er gaman að vera í Giljaskóla. Mér finnst kennararnir mjög fínir en það er alltaf einn sem stendur upp úr (Gummi smíðakennari). Tíundi bekkur er skemmtilegur og það er mjög gaman að vera elstur í skólanum. Það hefur margt gerst hjá okkur sem við munum ekki gleyma eins og seinasti sundtími. Hann verður ógleymanlegur. Mér finnst gaman að labba í skólan því ég veit að við erum að fara að gera eitthvað skemmtilegt. Mér finnst rosalega gaman í íþróttum, þær eru mjög fjölbreyttar og skemmtilegar. Einvarður veit sko alveg hvað hann er að gera. Maturinn í skólanum er rosalega góður og stendur Dúsanka sig eins og ‚‚mastercheff‘‘ í eldhúsinu og allt hennar lið. Það skemmtileagasta við skólann er þegar það eru uppbrotsdagar og þegar unglingastigið fer í félagsvist. Skemmtilegasta skólaárið var þegar ég var í 8.bekk en þá fengum við strákarnir viðurkenningu fyrir að standa okkur vel í smíðum. Mér fannst það vígalegt. Ég er spenntur fyrir ferðalaginu þó það sé á sauðburðatíma og verður þetta vonandi gaman. Mér finnst ekkert vanta við skólann. Mér finnst hann bara flottur eins og hann er. Aðstaðan niður í íþróttahúsi er frábær og gæti ekki verið betri og Óli stendur sig frábærlega í klefastarfinu. Ég er mjög stoltur af skólanum mínum og mér finnst gaman að vera í honum. Mér fannst skemmtilegt að sjá að Fluguhnýtinga- og stangveiðival kom inn sem valgrein þar sem það hafði ekki verið verið kennt áður. Ég valdi það strax og komst í það og finnst mér rosalega gaman í því. Það er gaman að vera í Giljaskóla og það er alltaf gott að borða, íþróttirnar frábærar og allt voða gaman. Skólinn minn er flottur og það er náttúrulega eitthvað sem hægt er að laga en ég veit svo sem ekki alveg hvað það er. En svona lít ég á skólann minn.

Egill Már Vignisson 10. JAB