Giljaskóli

Skólalóðin í Giljaskóla er góð en þó er hægt að bæta hana.
Til dæmis er hægt að setja skatepark og hjólabrettarampa. Það væri líka hægt að setja skate- park í staðin fyrir körfuboltavöll og það er nóg að það er bara halfpipe eða svona upp og niður á betri íslensku og líka bara “rail” sem er svona eins og handrið eða box eða stökkpall eða bara svona eins og Háskólaparkið sem er rétt fyrir ofan Háskólann eða svona eins og er í Lundaskóla eða eins og er í Brekkuskóla eða bara eitthvað skatepark. Ef það myndi koma svona skatepark í Giljaskóla þá þyrftu að vera eftirlits myndavélar svo það komi ekki jafn mikið af dópistum og það þyrftu líka að vera ljósastaurar í kring og það þyrfti að festa niður alla hluti svo þeim verði ekki stolið. Það vilja mjög margir fá park í Giljaskóla og eru einhverjir búnir að skrifa um það inn á heimasíðu Giljaskóla. Það er fullt af dópistum og óreglu fólki á Háskólaparkinu sem er stærsta og besta parkið á Akureyri. Stundum er pínu hræðilegt að vera þar kvöldin því þá er svo mikið af óreglu fólki  þess vegna vilja allir fá skate park í Giljaskóla. Það er fullt af hjólabretta/hlaupahjóla strákum og ég veit ekki með stelpur sem vilja fá park til dæmis á stóra körfubolta völlin eða hjá tröppunum fyrir aftan hjá leiktækjunum,og væri best ef parkið væri úr steypu , sléttu malbiki eða timbri/plötum. Svo ef til dæmis einhver meiðist eru hús rétt hjá en á hinum pörkunum er ekki eins góð aðstaða eins og er í Giljaskóla skate parkið er líka hægt að nota á snjóbrettum og skíðum á veturna og líka sleðum ef það er inn run/brekka niður aðeinhverjum stökk palli þá er hægt að nota skate parkið líka á veturna og þá þyrfti líka að leyfa að vera á hjólabretti, hlaupahjólum og hjólum  í frímínútum.

Það er ljóst að parkið myndi nýtast betur fyrir alla krakka og fullorðna á veturna og sumrin ef það væri í Giljahverfi heldur en þar sem það er núna hjá Háskólanum. Það er líka nauðsynlegt að hafa eitthvað eftirlit með því og það er betra í skólahverfi en þarna uppi á hæðinni við Háskólann. Takk fyrir lesturinn.

 

Tómas Orri Árnason