Giljaskóli

Giljaskóli er mjög góður skóli og í honum eru mjög góðir kennarar og nemendur. En það er alltaf eitthvað sem má bæta.

Eins og til dæmis þessi íslenskuverkefni. Nemendur í 9. og 10. bekk eiga að skrifa tvö ritunarverkefni í íslensku. Eitt fyrir áramót og annað eftir áramót. Í fyrra var annað verkefnið þannig að nemendur settu sig í spor fréttamanna og skrifuðu frétt þar sem vettvangur fréttarinnar var heimabyggð. Í hinu verkefninu gerðust nemendur pistlahöfundar þar sem viðfangsefnið er þeirra eigin hugleiðingar um skólann og skólastarfið. Nemendur mega ráða hvort verkefnið þeir gera á haustönn og svo gera þeir hitt á vorönn. Í ár eru verkefnin eins. Mér finnst að kennararnir ættu að breyta aðeins til og hafa öðruvísi verkefni fyrir 10. bekk. Við erum að gera þessi verkefni í annað skiptið og mörgum fannst erfitt að finna eitthvað nýtt til að skrifa um. Það væri kannski betra ef þessi verkefni væru fyrir 9. bekk og svo eitthvað annað fyrir 10. bekk.

Það er líka fleira sem mætti laga. Til dæmis mætti breyta kerfinu í matsalnum. Margir hafa kvartað út af nýja kerfinu í matsalnum af því að það má ekki færa stóla og það mega bara sex sitja saman við borð. Það er mjög leiðinlegt þegar vinir sem eru fleiri en sex vilja sitja saman en mega það ekki af því að þeir mega ekki færa einn stól. Svo er líka oft þannig að vinahópur þarf að skipta sér á 3-4 borð af því að það eru nokkur sæti laus á borðunum sem árgangurinn fær. Svo er líka leiðinlegt ef maður á vini í öðrum árgangi og maður vill sitja með þeim, þá má það ekki.

En þegar á heildina er litið er Giljaskóli mjög fínn skóli, þó að einhverjir séu kannski óánægðir með kerfið í matsalnum eða íslenskuverkefnin og það er alltaf eitthvað sem má bæta.

Lína Petra.

10. SKB