Giljaskóli

Ég ætla að segja frá skólanum mínum. Ég ætla að segja frá hvað mér finnst gott við skólann og hvað betur mætti fara. Ég ætla líka að segja frá hvað mér finnst skemmtilegast.

Ég er búinn að vera í Giljaskóla í 8 ár. Ég byrjaði í fyrsta bekk á  jarðhæð eins og allir gera. Svo fór ég á miðhæðina og nú er ég kominn á efstu hæðina. Mér finnst skólastofurnar mjög fínar, stólarnir þokkalegir, stundum harðir ef maður situr of lengi í einu. Tölvurnar eru frekar gamlar og frekar hægar. Vonandi verður þetta lagað í framtíðinni þó að sé verið að spara. Ég er í mat á hverjum degi og er nokkuð ánægður með matinn.  Það væri samt gaman, eins og reyndar einu sinni var gert, ef hver bekkur mætti stundum ráða hvað væri í matinn. Það fyndist mér góð hugmynd og þá væru allir duglegir að borða það sem þeir veldu. Ég er mjög ánægður að það sé komið íþróttahús.  Það er miklu þægilegra og skemmtilegra að fara í íþróttir.  En þegar ég var í 1.-4. bekk þurftum við að fara í rútu í Síðuskóla í íþróttir þar. Mér finnst skemmtilegast í íþróttum og svo finnst mér smíðar skemmtilegar. Ég vildi að það væru fleiri karlkyns kennarar í skólanum okkar en þeir eru í miklum minnihluta. Mér finnst útisvæðið mjög fínt af því að gervigrasvöllurinn er þar. Það er mjög þægilegt að skólinn er nálægt heimili mínu og t.d. þarf ég ekki að fara yfir götu á leið í skólann og er bara þrjár mínútur að labba í skólann. Þetta er stór kostur. Mér finnst kostir Giljaskóla miklu fleiri en gallarnir og er ég í heildina mjög ánægður með skólann minn.  En ég er sammála öllum sem hafa skrifað um skápa til að geyma bækurnar okkar í  því töskurnar okkar,  á unglingastigi, eru níðþungar og fáum við stundum illt í axlir og bak.

Í framtíðinni vona ég að skólinn minn verði áfram góður skóli, með góðum tölvum og fleiri karlkyns kennurum, þó að allar konurnar séu frábærar. Ég er ánægður og stoltur af skólanum mínum. Áfram GiljaskóliJ.

Arnar Valur Vignisson 8. BKÓ