Giljaskóli

Giljaskóli hóf starfsemi sína árið 1995. Í upphafi var kennt í leikskólanum Kiðagili þar sem notast var við aðeins þrjár kennslustofur. Frá árinu 1995 til 1996 var fyrsti áfangi Giljaskóla byggður en ekki var flutt í hann fyrr en árið 1998. Fanney Hauksdóttir arkitekt Giljaskóla fékk byggingarlistaverðlaun menningarmálanefndar Akureyrar fyrir hönnun sína á Giljaskóla.

Fanney Hauksdóttir fæddist árið 1961. Hún útskrifaðist sem arkitekt frá háskóla í Frakklandi og byrjaði að vinna hjá  Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks ehf. á Akureyri árið 1990. Fanney er arkitekt margra áhugaverðra bygginga meðal annars safnaðarheimilis Ólafsfjarðarkirkju, Giljaskóla og Síðuskóla.

Giljaskóli var hannaður eftir þrem verkfærum sem við notum í skólanum. Turn skólans eftir blýanti, þriggja hæða lengja af kennslustofum sem strokleður og Miðgarðurinn sem myndar yddara í kringum sig. Mér finnst skipta máli hvernig húsnæði er hannað. Það hefur áhrif á nemendur og kennara hvernig skólinn lítur út. Hvort hann er á einni hæð og í daufum lit eða stór bjartur skóli með turni sem lætur hann líta út eins og kastali.

Miðgarðurinn í Giljaskóla er mikið notaður í skólanum. Til dæmis hefur hann verið notaður í grillveislur, fyrir skólavistunina, tómstundir, notaður til þess að smíða í smíðatímum og margt annað. Síðustu árin hafa krakkar í smíðum höggvið niður tré úr skóginum fyrir neðan Hlíðarbraut og notað þau í indíánatjöld sem standa í miðgarði Giljaskóla og í skóginum við Hlíðarbraut.

Á síðustu árum hefur Giljaskóli unnið að því að fá Grænfánann. Þetta byrjaði á því að við fórum að flokka hvít blöð og fernur frá rusli. Næsta skref var að flokka allar matvörur og áhöldin fyrir matvörurnar t.d. fernur, ál, plast, óflokkað rusl og í lífrænan úrgang. Árið 2011 lauk Giljaskóli fyrsta skrefinu í átt að Grænfánanum og árið 2012 fékk hann fánann afhentan formlega.

Giljaskóli er falleg bygging sem hefur vakið mikla eftirtekt vegna útlits skólans en hann er  stór og bjartur og lítur úr fjarlægð út eins og kastali. Arkitekt skólans er Fanney Hauksdóttir og hlaut hún byggingarlistaverðlaun menningarmálanefndar Akureyrar fyrir hönnun sína. Í Giljaskóla er lögð áhersla á umhverfisvernd og eftir að hafa unnið að því að fá Grænfánann í mörg ár fékk Giljaskóli hann afhentan formlega árið 2012. Giljaskóli er þriggja hæða reisulegur skóli sem nú er kominn með sitt eigið íþróttahús. Fanney Hauksdóttir átti þessi verðlaun fyllilega skilið.

Arnar Þór Björnsson 10.IDS