Gallar Giljaskóla

Ég ákvað að fjalla um galla í Giljaskóla. Eins og allir vita er enginn skóli fullkominn, það er alltaf hægt að kvarta yfir einhverju.

Á hverjum einasta morgni þegar maður kemur í skólann er alltaf fullt af liggjandi og sitjandi krökkum á göngunum og töskur allsstaðar. Af hverju er ekki opið inn í stofurnar og skúffum læst sem má ekki fara í? Sætin er líka frekar óþægileg, hörð og ef maður er í tvöföldum tíma þá verður manni bara illt i rassinum. Og hver vill ekki frekar hafa ipad í staðinn fyrir bækur sem maður þarf að bera allan skóladaginn í töskunni sinni sem er full af þungum bókum? Skápar er ósk hjá mörgum nemendum og hefur hún aldrei verið uppfyllt. Við þurfum að bera þungar og margar bækur í töskunum okkar og þegar við komum heim er okkur illt og við þreytt í bakinu. Ég vil líka tala um heimanám. Við erum í skólanum frá átta til tvö og sumir eru jafnvel til fjögur í skólanum og svo komum við heim og þurfum að fara beint að læra. Sumir eru í vinnu og á æfingum og hafa varla tíma til að hitta vini eða fara í tölvuna. Ég skil alveg að ef nemendur klára ekki heimanámið á að vinna það upp en það á ekki að fylla nemendur af heimanámi í hverri viku.  Svo er það sundið sem er tími sem margir nenna ekki að mæta í og aðstæðurnar eru ekki góðar. Laugin er köld og ekki fjölbreyttir tímar, alltaf er synt og ekki er oft farið i leiki eins og handbolta. Ef oftar væru leikir myndu nemendur frekar mæta í tíma og í sumum skólum eru nemendur hálfa önn í sundi og hina önnina í einhverjum öðrum tímum. Og glösin í matsalnum eru stundum skítug og þá þarf maður þarf stundum að leita að glösum. 

þetta eru gallar sem mér finnst að ætti að reyna að breyta. Gera sundtíma fjölbreyttari, opna stofur á morgnana, ipada í stað skólabóka, minna heimanám, hreinna leirtau og betri stóla. Takk fyrir mig

Patrekur Jaime Plaza 8.BKÓ