Gallar Giljaskóla

Góðan og blessaðan daginn. Ég ætla að fjalla um það sem getur bætt skólann. Til dæmis skápa í staðinn fyrir töskur sem maður getur geymt bækurnar í. Töskurnar eru svo þungar að manni verður illt í bakinu eftir daginn. Svo gleymir maður oft bókum heima eftir að hafa unnið heimanámið. Maður getur geymt allar bækurnar í skápunum í skólanum. Skáparnir geta verið á ganginum þar sem er létt að komast í þá. Þegar það er heimanám getur maður bara farið með bækurnar heim sem maður þarf að nota. Nemendur í 10. bekk eru líka að selja snúða og pizzuslaufur á föstudögum og það er gott því þá þarf maður ekki að gera nesti. En ég vil fá eitthvað nýtt. Við erum búin að fá snúða og pizzuslaufur. Svo eru tölvurnar ömurlegar í skólanum. Það tekur tuttugu mínútur að kveikja á þeim og netið er líka ömurlegt. Það væri betra að fá betri tölvur eða ipada. Ef við værum með ipada þyrftum við ekki bækur, töskur eða pennaveski til að dröslast með alla daga. Svo mætti líka sleppa skólasundi í 8.-10. bekk og hafa frekar tvöfaldan íþróttatíma einu sinni í viku. Flestum finnst leiðinlegt í skólasundi en skemmtilegt í íþróttum. Skólinn væri líka skemtilegri ef við gerðum eitthvað annað en bara sitja og læra í bókum. Það var einu sinni fyrsta föstudaginn í mánuðinum þar sem við gerðum eitthvað annað í 8.-10. bekk saman en það var bara fyrstu mánuðina. Svo finnst mér stólarnir og borðin frekar pirrandi og óþægileg. Stólarnir eru harðir og óþægilegir og þegar maður er í tvöföldum tíma er manni orðið illt í rassinum.Þetta eru helstu gallar skólans að mínu mati.

 

Andri Már Gunnlaugsson Briem 9.BIS