Gaf vasapeninginn sinn til Úkraínu

Ada Sóley Ingimundardóttir, 8 ára nemandi í Giljaskóla, er með hjartað á réttum stað. Hún gaf á dögunum ársvirði af vasapeningunum sínum í söfnun fyrir íbúa í Úkraínu. Þetta framtak hennar er algjörlega til fyrirmyndar og mun án efa koma að góðum notum. Vefmiðillinn Kaffið skrifaði meðfylgjandi frétt með viðtali við þessa gjafmildu stúlku.