Fulltrúar Giljaskóla í Upphátt - upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri

Í morgun tóku nemendur 7. bekkjar þátt í vali skólans fyrir Upphátt – Upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri. Ellefu nemendur spreyttu sig við upplestur á textabroti og ljóði fyrir bekkinn sinn, kennara og dómara og stóðu sig öll með miklum sóma. Bekkjarfélagarnir stóðu sig líka virkilega vel sem góðir áheyrendur.

Lokakeppni Upphátt fer fram fer í Kvosinni, sal Menntaskólans á Akureyri í næstu viku. Þar munu fulltrúar allra grunnskóla bæjarins mætast við hátíðlega athöfn.

Fulltrúar Giljaskóla sem valdir voru í morgun fyrir Upphátt eru þau Alexandra Kolka Stelly Eydal, Guðmundur Ari Jónsson og Hreggviður Örn Hjaltason (varamaður).