Flippuð kennsla

Mér finnst Giljaskóli mjög fínn skóli. Það er samt margt sem mætti breyta eins og til dæmis bóklega námið. Það eru flestir, ef ekki allir, orðnir þreyttir á því að vera alltaf að læra í bókum. En þá er líka fínt að reyna að byrja með það sem sumir kalla „flippaða kennslu“.

„Flippuð kennsla“ virkar þannig að allir krakkarnir fá ipad og þá geta nemendur þar af leiðandi skoðað fyrirlestra og innlagnir kennara heima og komið vel undirbúnir í tímana. Segjum sem svo að ég sé kennari. Ég undirbý þá bara fyrirlestra í vinnunni og tek það síðan upp a video og sendi svo krökkunum það í ipadinn þeirra. Þá geta þeir horft á þetta þegar þeim hentar þar sem þeim hentar hvort sem er í rúminu, við skrifborð eða hvar sem er og skrifað svo glósur ef þeir þurfa. Daginn eftir þegar þeir mæta í tíma til mín eru þeir mjög vel undirbúnir fyrir tímann. Þá þarf ég ekki að eyða dýrmætum kennslustundum í að lesa eða halda fyrirlestur fyrir nemendur heldur nýti ég tímann í skólanum í að aðstoða nemendur við það sem þeir þurfa aðstoð við og skildu ekki i videoinu. Þannig nýtist tíminn og kennarinn betur. Þessi kennsla er líka mjög góð fyrir krakka með sérþarfir til dæmis lesblindu, athyglisbrest og ofvirkni. Þannig  geta þeir horft á þessa fyrirlestra heima hjá sér í rúminu sínu en ekki einhverjum óþægilegum stól í skólanum. Þeir geta líka horft aftur og aftur á fyrirlesturinn í heild sinni eða bara part og part og skrifað niður glósur á sínum hraða.

Ég tel að með þessari kennslu verði krakkarnir miklu líflegri og jákvæðari í tímum og fari þar af leiðandi að finnast námið skemmtilegra.

Aron Ingi Hlynsson 10.IDS