Fjölbreytt námsefni í Giljaskóla

Giljaskóli er góður skóli. Skólastarfið í Giljaskóla er mjög gott. Kennararnir eru flestir góðir og skólaliðar líka. Kennararnir eru með fjölbreytt efni en ekki nógu fjölbreytt finnst mér.

 

Mér finnst að þegar ég fer í einhverja námsgrein, segjum stærðfræði, þá erum við bara í sömu bókinni. Það ætti að að gera þetta aðeins fjölbreyttara og gera eitthvað annað sem tengist stærðfræði. Til dæmis aðrar bækur, hefti , útikennsla og fleira. Þetta er líka svona í öðrum námsgreinum, til dæmis ensku, við erum alltaf í sömu bókinni! Mér finnst að þar væri hægt að nota aðrar bækur í bland, fara í leiki sem tengjast ensku, hlusta á enska texta og horfa á myndir eða þætti á ensku. Þannig mætti vekja meiri athygli hjá nemendunum og áhuga á að læra námsefnið. Námsefnið er samt alveg fínt. Ég mjög ánægður með að boðið er upp á valgreinar á unglingastigi og þær eru mjög fjölbreyttar. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Valgreinarnar geta verið skemmtilegar. Ég er í tveimur valgreinum sem eru crossfit AK og boltaíþróttir í KA heimilinu. Sumar valgreinar eru bara í boði fyrir 9. og 10. bekk. Það eru valgreinar sem eru mjög áhugaverðar eins og Bjarg líkamsrækt, fótboltaskóli og fleira. Mér finnst að það ætti líka að bjóða upp á þær í 8. bekk. Valgreinarnar sem boðið er upp á núna í 8. bekk eru samt mjög góðar. Þegar er verið að velja valgreinar þá fá ekki allir allt sem þeir vilja. Ég þekki einn sem valdi eina valgrein í 5. sæti og fékk hana. Maður býst við að fá eitthvað í 1. 2 .3 og 4. sæti. Mér leist t.d. bara á 2 greinar svo ég raðaði í hin sætin nokkurn veginn af handahófi. Ég var heppinn og fékk greinarnar sem ég vildi. Mér finnst líka að það ætti að lengja frímínútur í nesti og ellefu fríminútur.

 

Giljaskóli er frábær skóli en hann hefur galla og kosti. Mörgum nemendum finnst gaman að vera í Giljaskóla og læra þar margt gagnlegt. Mér finnst að það mætti gera námsefnið fjölbreyttara og skemmtilegra svo krakkarnir muni fá meiri áhuga á námsefninu. Valgreinar má bæta til að gera valgreinar enn skemmtilegri og fjölbreyttari.

 

 

Dagur Snær Heimisson 8. HJ