Félagslíf unglinga og félagsmiðstöðin Dimmuborgir í Giljaskóla.

Félagslíf er stór þáttur í lífi unglinga. Þess vegna finnst mér mjög mikilvægt að hafa félagsmiðstöðvar í skólum. Þær eru staður þar sem unglingar koma saman til að gera eitthvað skemmtilegt.

Félagsmiðstöðin í Giljaskóla er frábær staður til að koma á til að láta fara vel um sig t.d. í frímínútum eða eyðum. Félagsmiðstöðin er góður kostur fyrir nemendur sem búa langt frá skólanum. Þeir þurfa ekki að redda sér heim, til dæmis þegar tímar falla niður, heldur geta þeir komið sér vel fyrir í félagsmiðstöðinni. Þar er öll aðstaða til fyrirmyndar. Giljaskóli er mjög vel þekktur  fyrir félagsmiðstöðina sína. Ég hef verið í nokkrum skólum og farið í skóla þar sem ekki eru félagsmiðstöðvar. Þess vegna fannst mér mjög skrítið þegar ég kom í Giljaskóla hvað þetta var mikil svíta miðað við aðstöðuna í hinum skólunum.

Það er líka svo margt annað hægt að gera í félagsmiðstöðinni en bara láta fara vel um sig. Ekki einungis er hægt að hlamma sér í sófana í frímínútum og eyðum, stilla á mynd eða fara í borðtennis, pílukast eða tölvuna heldur er ýmislegt fleira í boði. Opin hús eru mjög vinsæl þar sem nemendur í 8., 9., og 10. bekk geta komið saman og gert allt á milli himins og jarðar.

Hlynur Birgisson er með okkur á opnu húsi og í félagsmiðstöðvarvali. Félagsmiðstöðvarval er valgrein í skólanum þar sem nokkrir nemendur úr 9. og 10. bekk stjórna að hluta til því sem gerist í félagsmiðstöðinni svo sem  viðburðum á opnu húsi og fleira. Í félagmiðstöðvarvali er mikið félagsstarf og ýmislegt gert skemmtilegt sem maður getur lært af.  Viðburðirnir á opnum húsum eru oftast mjög skemmtilegir og skrautlegir eins og kappát, íþróttakeppnir og heilmikið meira. Þá er alltaf sjoppa, tónlist, spjall og mikill félagsskapur sem fylgir opnum húsum. Í sjoppunni söfnum við pening fyrir félagsmiðstöðina.

Flestir skólar hafa félagsmiðstöðina Rósenborg niður í bæ þar sem skólar hafa þá ekki félagsmiðstöð í sínum skóla. Í Rósenborg  eru einnig opin hús og nemendur allra skóla geta komið þangað.  Farnar eru ferðir út um allt land með félagsmiðstöðvum úr öðrum skólum t.d. á Landsmót hestamanna,  Litla-Samfés og Stóra-Samfés. Hér er því um mikinn félagskap að ræða. Unglingar kynnast fólki og geta lært mikið af því að vera í félagsmiðstöðvarvali. Þess vegna er mikilvægt að allir unglingar taki virkan þátt í félagslífi sem tengist félagsmiðstöðvunum sér og öðrum til skemmtunar.

Félagsmiðstöð er góður staður til að dveljast á svo sem í frímínútum , eyðum og opnum húsum. Farið er í skemmtileg ferðalög á vegum félagsmiðstöðvanna. Þátttaka í því starfi sem þær bjóða upp á eykur félagslíf unglinga. Mér finnst félagsmiðstöðvar vera frábær vettvangur til að auka félagsskap og tengsl við unglinga í skólanum og við unglinga í öðrum skólum.

Helga Sólveig Jensdóttir 10.BKÓ