Er Ísland snobbað?

Eins og við mörg vitum hefur ferðamannafjöldi aukist hratt og mikið á seinustu árum og mörgum finnst einnig verð hafa hækkað með þessum fjölda. Í þessari grein langaði mig að fjalla um ferðamenn á Íslandi en aðallega tekjurnar sem fylgja því.

Ég og margir Íslendingar höfum tekið eftir verðhækkunum á ýmsum stöðum til dæmis kaffihúsum, svokölluðum "túristabúðum" og einnig bara kostnaði yfir höfuð. Einnig hafa gengið um sögusagnir ef svo má segja að ferðamönnum sé sýnt eitt verð og Íslendingum annað eða jafnvel erlendir ferðamenn látnir greiða inn en ekki heimamenn sem er algjörlega fráleitt. Ég hef ekki fundið mikið fyrir þessu sjálf þó heyrir maður samt mikið talað um þetta í samfélaginu sjálfu. Auðvitað er þetta líka bara verðlagsbreyting milli ára en er það allt?. Ég leitaði uppi rannsókn sem var gerð þar sem Reykjavík stendur hæðst sem einn af dýrustu áfangastöðum sumarsins. Þar var skoðað hvað stór innlendur bjór kostaði, þriggja rétta máltíð og þriggja stjörnu hótel. Þar sást að innlendur bjór í Reykjavík er í kringum 1000 krónur, þriggja rétta máltíð eru þá um 11,900 krónur sem er næstum því jafn mikið og nótt á þriggja stjörnu hóteli sem nær rétt um 15.000 krónur. Samkvæmt Íslandsbanka "græddi landið" sem sagt á allskonar ferðaþjónustu sumarið 2015 rétt um 1,5 milljarð króna sem er allt að 40% aukning frá sumrinu 2014, einnig kemur fram að það megi rekja um 45% af fjölgun starfandi hér á landi frá árinu 2010 til vaxtar í ferðaþjónustugreinum. Ferðaþjónusta er sú atvinnugrein sem skapar Íslendingum mestar gjaldeyristekjur og hvalaskoðun er hennar helsti vaxtasproti. En hefur enginn pælt í hvert allt þetta magn af peningum fer?. Ég hef fullan skilning á því að það kosti að reka fyrirtæki og borga starfsmönnum o.s.frv. en þarf í alvörunni að hækka verðið þar til að það mætti segja að að það væri verið draga féð út úr ferðamönnum?. Í sumar ræddi ég einnig við þónokkra ferðamenn sem ég spurði hvernig þeim litist á Ísland allir sögðu þeir að það væri alveg frábært enda hvernig er annað hægt? En það er einn punktur sem ég heyrði oft og það var bæði hvað maturinn væri dýr og hvað fatnaður og allar þessu blessuðu lopapeysur væru "gjald en ekki gjöf".

Er Ísland virkilega í áttina að verða eitthvað svaka fínt og snobbað land? Ég veit að hér eru margar fallegar náttúruperlur að skoða og mikil menning. En er ekki betra að leyfa öllum að njóta þess á sama hátt? Er allt þetta háa verð virkilega nauðsynlegt eða er þetta bara græðgi?

Embla Blöndal 10. RK