Er 10.bekkur skemmtilegasti bekkurinn?

Ég byrjaði í 10.bekk haustið 2015 og er því aðeins meira en hálfnuð með síðasta grunskólaárið mitt. Það er öðruvísi að vera í 10.bekk. Núna erum við elstu krakkarnir í skólanum og þurfum að haga okkur vel. Ég ætla aðeins að segja frá nokkrum fjáröflunum og fleiri hlutum sem við gerum  núna í 10.bekk.

Nemendur í 10.bekk fara alltaf í útskriftarferðalag áður en skólinn er búinn og þess vegna þurfum við að safna pening. Við erum með nokkrar fjáraaflanir eins og bingó, böll og sjoppu í skólanum. Eftir að við byrjuðum í 10.bekk og fórum að halda böll saman finnst mér krakkar í bekknum tala meira saman sem er mjög gott. Ég vona að það haldi þannig áfram.
Skemmtilegasta fjáröflunin hingað til finnst mér vera að halda ball. Við héldum nýársball fyrir  8.-10.bekk fyrir alla skóla á Akureyri sem var mjög gaman. Það var líka gaman að skreyta og græja allt fyrir ballið. Við fengum líka stundum að græja smá fyrir ballið á skólatíma sem gerir það ennþá skemmtilegra.  Í mars höldum við svo árshátíðarballið okkar sem verður örugglega jafn skemmtilegt eða jafnvel skemmtilegra en nýársballið. Á nýársballinu vorum við með krap sem seldist frekar vel og það verður mjög líklega eitthvað selt á árshátíðarballinu líka.
Við höfum líka haldið böll fyrir 1.-4.bekk og svo 5.-7.bekk. Við héldum hrekkjavökuball í október og vorum með leiki, sjoppu og draugahús. Við héldum svo náttfataball fyrir 1.-4.bekk og hattaball fyrir 5.-7.bekk  í janúar. Þar vorum við líka með sjoppu, tónlist og leiki. Við vorum með einn dag þar sem við bökuðum og seldum bollakökur og þær seldust næstum því allar! Bingóin eru skemmtileg. Við erum sett í hópa og förum svo í fyrirtæki og athugum hvort fyrirtækin eigi eitthvað til að gefa okkur til að hafa sem vinninga í bingóinu. Við seljum svo spjöld  og auðvitað er sjoppa á staðnum. J

Mér finnst 10.bekkur vera lang skemmtilegasti bekkurinn því mér finnst gaman að halda böll, bingó og fleira. Við erum með margar skemmtilegar fjáraflanir og ég hlakka mikið til að fara í skólaferðarlagið með bekknum.

Viktoría Rún Sigurðardóttir 10.EJ.