Förum vel með bækurnar

 

Af hverju fara krakkar illa með bækurnar? Ég vil samt byrja að segja að það eru ekki bara krakkar sem fara illa með bækurnar.Fullorðnir gera það líka. En þar sem ég er í grunnskóla þá hef ég bara áhuga á hvernig krakkarnir fara illa með bækurnar. Ég fór því á bókasafnið í Giljaskóla og tók viðtalvið skóla safnskennarann ég vildi vita afhverju krakkar fara illa með bækurnar. Hann sagði að krakkarnir hugsi ekki um hvað bækurnar séu dýrar ogverðmætar.

 

Giljaskóli getur ekki alltaf verið að kaupa nýjar bækur í staðinn fyrir skemmdar bækur. Krakkarnir faramisvel með bækurnar. Sumir eru að henda þeim og sparka í þær. Það þarf að bera virðingu fyrir bókunum.

Ég spurði bókasafnskennarann hversu illa bækurnar líta út og hvernig þær séu farnar. Hann sagði að þær litu sumar illa út. Það er sullað á þær og rifnar blaðsíður úr þeim. Hvað getum við gert svo að krakkarnir hætti að fara illa með bækur í Giljaskóla og fari að hugsa betur um þær? Ég held að sé best að byrja á að tala við foreldra krakkanna í skólanum og biðja þá um að tala viðbörnin sín um umgengni á bókum og örðum hlutum sem skólinn á. Það gæti verið sniðugt að biðja krakkana að tala við vini sína þegar þeir sá þá fara illa með bækur. Það er nefnilega þannig að oft hlusta krakkar Meira og betur á vini sína en mömmu sín og pabba. Bókasafnskennarann getur t.d sagt þegar krakkarnir fá lánaðar bækur, farðu vel með bókin því að það skiptir máliað fara vel með alla hluti sem maður fær lánað. Skólinn gæti verið með verkefni sem gæti verið í t.d viku þar sem verkefnið væri hvernig við lærum að hugsa um hluti sem við eigum og fáum lánað, t.d bækur.

 

Fólk fer misjafnt vel með bækur og hluti og stundum hugsar fólk ekki neitt og hugsa ekki hvað hlutir eins og bækur kosta.

 

Auður Lea Svansdóttir 8. RK