Heimili og skóli óskar eftir tilnefningum

Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla á heimasíðu okkar www.heimiliogskoli.is 

Annars vegar óskum við eftir tilnefningum til Foreldraverðlaunanna, en þar leitum við eftir góðum  verkefnum sem hafa það að markmiði að efla samstarf heimila og skóla og/eða samfélags með einhverjum hætti.  

Einnig óskum við eftir tilnefningum í Dugnaðarfork Heimilis og skóla en þar erum við að tala um einstaklingsviðurkenningu til einhvers sem hefur lagt mikið af mörkum til eflingar á samstarfi foreldra, skóla og samfélags. 

Mig langar að fara þess á leit að þú komir upplýsingum um þetta sem víðast innan þíns skólasamfélags og sveitarfélags og hvetjir fólk til að tilnefna fyrir 1. maí n.k.  

Öll þekkjum við einhvern/einhverja sem eiga skilið klapp á bakið og Foreldraverðlaunin eru frábær vettvangur til þess. 

Með góðri kveðju frá okkur Heimili og skóla - landssamtökum foreldra